Köld norðlæg átt á leiðinni og veður fer ört versnandi Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2024 07:16 Appelsínugular viðvaranir taka gildi víða um land síðdegis í dag. Veðurstofan Djúp lægð norðaustur af landinu beinir nú til okkar kaldri norðlægri átt. Fyrri part dags má gera ráð fyrir að vindur verði yfirleitt ekki hvass og úrkoma hvergi mikil, en síðdegis fari veður ört versnandi á Norður- og Austurlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld megi búast við norðvestan hvassviðri eða stormi á þeim slóðum með slyddu eða snjókomu. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til tíu stig og verður mildast syðst. „Næstu daga er svo útlit fyrir norðan óveður á landinu með kalsa úrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, en lengst af úrkomulítið sunnantil. Samkvæmt nýjustu spám mun veðrið standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags, en skánar þá talsvert gangi spár eftir. Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þannig taka appelsínugular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðurs síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka vildi annars staðar á landinu seint í kvöld eða í fyrramálið. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 15-23 m/s. Slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en rigning nærri sjávarmáli. Hiti 0 til 4 stig. Þurrt að kalla sunnantil og við vesturströndina með hita að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðvestan og norðan 13-20, hvassast suðaustantil. Víða rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Norðvestan og norðan hvassviðri eða stormur. Úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina, annars slydda, rigning eða snjókoma. Mikil úrkoma á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, mildast suðaustanlands. Á föstudag: Norðan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst Á laugardag: Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi fram eftir degi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld megi búast við norðvestan hvassviðri eða stormi á þeim slóðum með slyddu eða snjókomu. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til tíu stig og verður mildast syðst. „Næstu daga er svo útlit fyrir norðan óveður á landinu með kalsa úrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, en lengst af úrkomulítið sunnantil. Samkvæmt nýjustu spám mun veðrið standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags, en skánar þá talsvert gangi spár eftir. Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þannig taka appelsínugular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðurs síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka vildi annars staðar á landinu seint í kvöld eða í fyrramálið. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 15-23 m/s. Slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en rigning nærri sjávarmáli. Hiti 0 til 4 stig. Þurrt að kalla sunnantil og við vesturströndina með hita að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðvestan og norðan 13-20, hvassast suðaustantil. Víða rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Norðvestan og norðan hvassviðri eða stormur. Úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina, annars slydda, rigning eða snjókoma. Mikil úrkoma á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, mildast suðaustanlands. Á föstudag: Norðan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst Á laugardag: Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi fram eftir degi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Sjá meira