„Þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð á dögunum annar Íslendingurinn til að tryggja sæti sitt á Ólympíuleikunum í París í ágúst næst komandi. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni síðustu misseri. Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00
„Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31
Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti