Elías Már og félagar upp í efstu deild eftir ótrúlega dramatík Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 17:59 Elías Már Ómarsson og NAC Breda tryggðu sæti sitt í efstu deild Hollands á næsta tímabili. Vísir/Getty Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í NAC Breda tryggðu sér í dag sæti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 tap gegn Excelsior í seinni umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild. Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi. Hollenski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Sjá meira
Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi.
Hollenski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Sjá meira