Teitur og Oddur voru báðir níu af níu í lokaumferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 16:19 Teitur Örn Einarsson var frábær í sigri SG Flensburg-Handewitt í dag. Getty/Frank Molter Íslensku handboltamennirnir Teitur Örn Einarsson og Oddur Gretarsson áttu báðir stórleik í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Báðir nýttu þeir öll níu skotin sín og voru markahæstu menn á vellinum. Teitur Örn skoraði níu mörk úr níu skotum þegar Flensburg vann 40-30 sigur á Bergischer. Teitur átti einnig þrjár stoðsendingar og ekkert marka hans kom úr vítum. Teitur er að kveðja Flensburg en hann spilar með Gummersbach á næstu leiktíð. Oddur skoraði skoraði líka níu mörk úr níu skotum þegar Balingen-Weilstetten vann 37-30 sigur á Hamburg. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Balingen. Fimm mörk Odds komu úr vítum. Þetta var líka tímamótaleikur fyrir Odd því hann er á heimleið og mun spila með Þórsurum á Akureyri á næstu leiktíð. Hann skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður vallarins. Oddur Gretarsson kvaddi Balingen með stjörnuleik.Getty/Tom Weller/ Ole Pregler tryggði Gummersbach 33-32 sigur á Göppingen en Guðjón Valur Sigurðsson hefur gert frábæra hluti með lið Gummersbach sem endaði í sjötta sæti. Arnór Snær Óskarsson var með tvö mörk úr þremur skotum og tvær stoðsendingar. Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki. Viggó Kristjánsson var með sjö mörk og tvær stoðsendingar þegar Leipzig vann 29-24 sigur á Rhein-Neckar Löwen. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Leipzig en Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Janus Daði Smárason skoraði sjö mörk og gaf fjórtar stoðsendingar þegar Magdeburg vann 37-34 sigur á Wetzlar. Lið Magdeburgar var búið að tryggja sér titilinn og Ómar Ingi Magnússon var mikið hvíldur í leiknum. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum en Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði ekki. Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Báðir nýttu þeir öll níu skotin sín og voru markahæstu menn á vellinum. Teitur Örn skoraði níu mörk úr níu skotum þegar Flensburg vann 40-30 sigur á Bergischer. Teitur átti einnig þrjár stoðsendingar og ekkert marka hans kom úr vítum. Teitur er að kveðja Flensburg en hann spilar með Gummersbach á næstu leiktíð. Oddur skoraði skoraði líka níu mörk úr níu skotum þegar Balingen-Weilstetten vann 37-30 sigur á Hamburg. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Balingen. Fimm mörk Odds komu úr vítum. Þetta var líka tímamótaleikur fyrir Odd því hann er á heimleið og mun spila með Þórsurum á Akureyri á næstu leiktíð. Hann skoraði þremur mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður vallarins. Oddur Gretarsson kvaddi Balingen með stjörnuleik.Getty/Tom Weller/ Ole Pregler tryggði Gummersbach 33-32 sigur á Göppingen en Guðjón Valur Sigurðsson hefur gert frábæra hluti með lið Gummersbach sem endaði í sjötta sæti. Arnór Snær Óskarsson var með tvö mörk úr þremur skotum og tvær stoðsendingar. Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki. Viggó Kristjánsson var með sjö mörk og tvær stoðsendingar þegar Leipzig vann 29-24 sigur á Rhein-Neckar Löwen. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Leipzig en Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Janus Daði Smárason skoraði sjö mörk og gaf fjórtar stoðsendingar þegar Magdeburg vann 37-34 sigur á Wetzlar. Lið Magdeburgar var búið að tryggja sér titilinn og Ómar Ingi Magnússon var mikið hvíldur í leiknum. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum en Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði ekki.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira