Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:22 Bakgarðurinn var fullur af stuðningsfólki sem hrópaði húrra fyrir Höllu. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti. Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira