Þrjár efstu með 75 prósent atkvæða Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júní 2024 14:57 Katrín, Halla og Halla hlutu 75 prósent atkvæða. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir tvennt vekja athygli hennar í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Fjöldi kvenna sem fengu góða kosningu og svo mikið fylgi nýkjörins forseta. „Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
„Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27
Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50
Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39