Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði.

Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði.
Sendu Stöð 2 kröfubréf
Frambjóðendurnir sex, sem neðst voru, gerðu miklar athugasemdir við það í aðdraganda kosninganna að ekki væru sameiginlegar kappræður fyrir alla frambjóðendur síðustu dagana fyrir kosningar. Þau sendu Sýn, sem á Stöð 2, kröfubréf.
Þá kröfðust þau öll, auk þriggja annarra, að fá að vera saman í kappræðum í sjónvarpi Ríkisútvarpsins. Það fór svo þannig að kappræðunum var tvískipt og voru þau sex saman eftir að hin luku sínum kappræðum.
Halla Tómasdóttir var kjörin forseti í gær með um 34 prósent atkvæða. Næst á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 25 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mun ávarpa stuðningsfólk sitt af svölum heimilis síns klukkan 16 í dag. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi klukkan 16.