Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:49 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ánægður með kosningabaráttu Katrínar. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“ Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira