Katrín ávarpaði stuðningsmenn: „Ég sé ekki eftir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:01 Katrín ávarpaði stuðningsfólk sitt eftir að fyrstu tölur fóru að detta í hús. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosningabaráttuna og sagðist ekki sjá eftir neinu. Hún væri maður að meiri eftir fjölda fundi með fólki út um allt land. „Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira