Katrín ávarpaði stuðningsmenn: „Ég sé ekki eftir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:01 Katrín ávarpaði stuðningsfólk sitt eftir að fyrstu tölur fóru að detta í hús. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosningabaráttuna og sagðist ekki sjá eftir neinu. Hún væri maður að meiri eftir fjölda fundi með fólki út um allt land. „Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
„Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira