Mahomes í hlutverki leiðsögumanns í heimsókn Chiefs í Hvíta húsið Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 08:01 Joe Biden hélt ræðu með Chiefs hjálm á höfðinu. Vísir/Getty Lið Kansas City Chiefs mætti í heimsókn í Hvíta húsið af því tilefni að liðið vann Ofurskálina í NFL-deildinni á síðasta tímabili. Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns í heimsókninni. Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina. NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina.
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira