Skili embættinu þannig að nýr forseti og þjóðin geti vel við unað Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 17:37 Þakklæti er Guðna og Elízu efst í huga á þessum tímamótum. Stöð 2 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir það hafa verið ágæta tilfinningu að mæta á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosningunum, þeim fyrstu í nokkurn tíma þar sem hann er ekki sjálfur á kjörseðlinum. Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06