„Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Ólafur Björn Sverrisson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2024 12:02 Halla mætti á kjörstað ásamt fjölskyldunni. ragnar visage Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. „Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira