Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 08:45 Freyr Alexandersson, þjálfari knattspyrnuliðs Kortrijk með fjölskyldu sinni. Eiginkonu sinni Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þremur börnum. Freyr tók við krefjandi starfi í Belgíu er hann var keyptur til Kortrijk frá danska liðinu Lyngby í upphafi árs. Fjölskyldan varð eftir í Danmörku og söknuðurinn hefur verið ríkjandi hjá þeim góða þjálfara og fjölskyldumanni sem Freyr er. Aðsend mynd Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“ Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti