„Ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:49 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
„Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30