„Ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:49 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
„Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn