Fannst aðstoðarmaðurinn vinna gegn sér: „Tilfinning á móti tilfinningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tjáð sig í fyrsta sinn um ástæðu þess að hann hætti sem þjálfari Haugesund í Noregi. Honum fannst aðstoðarmaður sinn hjá liðinu vinna gegn sér. Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson. Norski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson.
Norski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti