„Svolítið eins og að standa nakinn inni í vita“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:00 Listamaðurinn Villi Jóns, til vinstri, var að opna sýningu í Akranesvita. Með honum er Barði Jóhannsson. Aðsend „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu,“ segir listamaðurinn Villi Jóns. Villi sérhæfir sig í myndlist og sjónlist en hann stendur fyrir sýningunni Tvídrangar sem staðsett er á annarri og þriðju hæð Akranesvitans. Það var mikil stemning í opnunarhófinu þar sem Elín Ey, Íris Tanja og Eyþór Ingi stigu meðal annars á stokk. „Þar sem blýants- og kolateikningar öðlast stærra rými í gegnum teikniforrit og stafræna miðla. Hvert einasta verk klýfur tvo dranga, annan áþreifanlegan og handunnin og hinn sem er stafrænn og unninn í listaskýi mest með rafblýant. Viðfangsefnin eru öll tvískinnungur með neikvæðum hliðum en á sama tíma sjúklega jákvæðum,“ segir í fréttatilkynningu. Prómó myndin fyrir sýninguna.Villi Jóns Villi segir að opnunin hafi heppnast mjög vel. „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu og þetta voru öll verk sem voru hjartanu næst, þannig að þetta var svolítið eins og að standa nakinn inni í vita,“ segir Villi hlæjandi og bætir við: „Elín Ey og Íris Tanja opnuðu sýninguna með ljúfri tónlist sem heillaði viðstadda upp úr skónum. Eyþór Ingi tók við og spilaði lögin With You og Dalinn en ég gerði einmitt kóverið og myndbandið við With you.“ Villi var einmitt í tónlist mest af, meðal annars í jaðarhljómsveitunum Worm is Green og Musik Zoo og hefur sömuleiðis samið rafræna tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar undir alls konar nöfnum. Nú hefur myndlistin tekið við. „Eyþór Ingi frumsýndi síðan myndband við lagið Leiðin heim en myndbandið er í raun Villi að teikna myndina við lagið. Um hundrað manns mættu á opnun í vitann sem var stútfullur af Þristum og stjörnurúllumm, dálæti listamannsins sem er með súkkulaðifíkn á lokastigi. Þetta er sölusýning með eftirprentum líka og sérstökum eintökum af Bananas. Villi kemur til með að heimsækja vitann og teikna í honum hér og þar fram að sýningarlokum en sýningin stendur fram í miðjan júní“ segir sömuleiðis í fréttatilkynningu. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Villi að hengja upp.Aðsend Sýningin kemur mjög skemmtilega út í vitanum.Aðsend Eyþór Ingi var í góðum gír.Aðsend Listræna parið Íris Tanja og Elín Ey tóku lagið.Aðsend Það var margt um manninn á opnuninni.Aðsend Gestir fengu að sjá videoverk og tónlistarmyndbönd.Aðsend Listunnendur á öllum aldri mættu.Aðsend Það var mikil listræn gleði í loftinu.Aðsend Rætt um listina.Aðsend Sýningarrýmið.Aðsend Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þar sem blýants- og kolateikningar öðlast stærra rými í gegnum teikniforrit og stafræna miðla. Hvert einasta verk klýfur tvo dranga, annan áþreifanlegan og handunnin og hinn sem er stafrænn og unninn í listaskýi mest með rafblýant. Viðfangsefnin eru öll tvískinnungur með neikvæðum hliðum en á sama tíma sjúklega jákvæðum,“ segir í fréttatilkynningu. Prómó myndin fyrir sýninguna.Villi Jóns Villi segir að opnunin hafi heppnast mjög vel. „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu og þetta voru öll verk sem voru hjartanu næst, þannig að þetta var svolítið eins og að standa nakinn inni í vita,“ segir Villi hlæjandi og bætir við: „Elín Ey og Íris Tanja opnuðu sýninguna með ljúfri tónlist sem heillaði viðstadda upp úr skónum. Eyþór Ingi tók við og spilaði lögin With You og Dalinn en ég gerði einmitt kóverið og myndbandið við With you.“ Villi var einmitt í tónlist mest af, meðal annars í jaðarhljómsveitunum Worm is Green og Musik Zoo og hefur sömuleiðis samið rafræna tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar undir alls konar nöfnum. Nú hefur myndlistin tekið við. „Eyþór Ingi frumsýndi síðan myndband við lagið Leiðin heim en myndbandið er í raun Villi að teikna myndina við lagið. Um hundrað manns mættu á opnun í vitann sem var stútfullur af Þristum og stjörnurúllumm, dálæti listamannsins sem er með súkkulaðifíkn á lokastigi. Þetta er sölusýning með eftirprentum líka og sérstökum eintökum af Bananas. Villi kemur til með að heimsækja vitann og teikna í honum hér og þar fram að sýningarlokum en sýningin stendur fram í miðjan júní“ segir sömuleiðis í fréttatilkynningu. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Villi að hengja upp.Aðsend Sýningin kemur mjög skemmtilega út í vitanum.Aðsend Eyþór Ingi var í góðum gír.Aðsend Listræna parið Íris Tanja og Elín Ey tóku lagið.Aðsend Það var margt um manninn á opnuninni.Aðsend Gestir fengu að sjá videoverk og tónlistarmyndbönd.Aðsend Listunnendur á öllum aldri mættu.Aðsend Það var mikil listræn gleði í loftinu.Aðsend Rætt um listina.Aðsend Sýningarrýmið.Aðsend
Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira