Virknin mjög svipuð í alla nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. maí 2024 06:32 Áttunda gosið á Reykjanesskaga á síðustu árum hófst um hádegisbil í dag. Vísir/Vilhelm Virknin í eldgosinu á Reykjanesi sem hófst í gær hefur verið mjög svipuð í alla nótt eftir að töluvert dró úr ákafanum síðdegis í gær. Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hefur staðið vaktina í nótt og hún segir að lélegt skyggni á gosstöðvunum hafi þó gert þeim eilítið erfitt fyrir að fylgjast með framvindunni. „En allar aðrar mælingar sýna okkur að þetta hefur verið mjög svipað í alla nótt.“ Sigríður segir að strax seinni partinn í gær hafi farið að draga úr gosóróanum. „Þá fór gosið að draga sig saman á nokkur gosop og það er ennþá virkni á einhverjum gosopum en við getum ekki séð nákvæmlega hvað þau eru mörg eins og er,“ segir Sigríður og bætir við að skjálftavirkni á svæðinu sé lítil sem engin. Hvað varðar hraunrennslið frá gosinu segir Sigríður að hið slæma skyggni geri mönnum erfitt fyrir. „Það er eitthvað hraunrennsli til suðurs úr syðsta gosopinu sem er í gangi núna og svo er eitthvað hraunrennsli norðar á sprungunni en við vitum ekki alveg hvert það er að renna, við sjáum það ekki.“ Sigríður segir að þetta komi allt betur í ljós þegar líður á morguninn en spáin gerir ráð fyrir að það muni létta til á svæðinu með morgninum. Mengun af völdum gossins fer eins og staðan er núna í austur, í átt að Hveragerði og Selfoss. Í nótt lagði hún yfir höfuðborgina en Sigríður segir að mengunargildi hafi verið sáralítil ef nokkur að mælast. „Það virðist ekki vera mikil gasmengun í þessu núna,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hefur staðið vaktina í nótt og hún segir að lélegt skyggni á gosstöðvunum hafi þó gert þeim eilítið erfitt fyrir að fylgjast með framvindunni. „En allar aðrar mælingar sýna okkur að þetta hefur verið mjög svipað í alla nótt.“ Sigríður segir að strax seinni partinn í gær hafi farið að draga úr gosóróanum. „Þá fór gosið að draga sig saman á nokkur gosop og það er ennþá virkni á einhverjum gosopum en við getum ekki séð nákvæmlega hvað þau eru mörg eins og er,“ segir Sigríður og bætir við að skjálftavirkni á svæðinu sé lítil sem engin. Hvað varðar hraunrennslið frá gosinu segir Sigríður að hið slæma skyggni geri mönnum erfitt fyrir. „Það er eitthvað hraunrennsli til suðurs úr syðsta gosopinu sem er í gangi núna og svo er eitthvað hraunrennsli norðar á sprungunni en við vitum ekki alveg hvert það er að renna, við sjáum það ekki.“ Sigríður segir að þetta komi allt betur í ljós þegar líður á morguninn en spáin gerir ráð fyrir að það muni létta til á svæðinu með morgninum. Mengun af völdum gossins fer eins og staðan er núna í austur, í átt að Hveragerði og Selfoss. Í nótt lagði hún yfir höfuðborgina en Sigríður segir að mengunargildi hafi verið sáralítil ef nokkur að mælast. „Það virðist ekki vera mikil gasmengun í þessu núna,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira