Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla sem barst um klukkan 5 í morgun.
„Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíuleytið í gærkvöldi. Unnt verður að meta betur virknina og hraunflæði þegar léttir til með morgninum,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni útsendingu úr vefmyndavélum Vísis hér fyrir neðan:
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.