Bauð pabba að syngja með sér um íslensku sumargaslýsinguna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2024 07:01 Þórhallur og Þórhallur hafa loksins gefið út sitt fyrsta lag saman. Feðgarnir og nafnarnir Þórhallur Þórhallsson og Laddi gefa í dag út sitt fyrsta lag saman. Að sögn Þórhalls er lagið á léttum nótum um íslensku gaslýsinguna sem felst í voninni um almennilegt sumar. Sumarlagið í ár að sögn Ladda. „Lagið heitir einfaldlega „Það er sumar“ og þetta er létt grín að sumrinu. Hvernig við erum pínu alltaf í afneitun með þetta sumar hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur yngri hlæjandi í samtali við Vísi. Þórhallur hefur undanfarin ár farið mikinn á sviði uppistandsins og stígið í fótspor föður síns. „Ég ætlaði að gefa þetta lag út í fyrra og var búinn að taka það upp og allt saman. Ég söng viðlagið sjálfur, hlustaði svo á þetta og þetta var bara það versta sem ég hef heyrt, þannig ég þurfti að grafa þetta niður og ætlaði aldrei að hugsa um þetta aftur,“ segir Þórhallur hlæjandi. Hann ákvað í ár að gefa þessu annan séns og kíkti á upptökuna. Þórhallur segir þetta ekki hafa verið eins slæmt og hann minnti, þannig hann hafi ákveðið að finna einhvern annan til að syngja viðlagið á meðan hann rappar. „Fyrst ætlaði ég að finna söngkonu þangað til ég rankaði við mér, auðvitað á pabbi að gera þetta með mér! Hann var líklega og nálægt mér, ég hugsaði ekki einu sinni um hann fyrst en auðvitað var enginn annar sem hefði getað gert þetta betur.“ Þórhallur segir pabba sinn ekki hafa verið lengi að hugsa sig um eftir að hafa fengið að heyra lagið. Laddi hafi verið ánægður með þetta og handviss um að hér sé fram kominn sumarsmellurinn í ár. „Kallinn negldi þetta alveg. Þetta er mjög skemmtilegt, við erum auðvitað bara svolítið að gaslýsa okkur með þetta sumar held ég,“ segir Þórhallur hlæjandi. „Ellefu gráður og sól og við erum alltaf mætt út í stuttbuxunum, eins og það á að vera.“ Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Lagið heitir einfaldlega „Það er sumar“ og þetta er létt grín að sumrinu. Hvernig við erum pínu alltaf í afneitun með þetta sumar hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur yngri hlæjandi í samtali við Vísi. Þórhallur hefur undanfarin ár farið mikinn á sviði uppistandsins og stígið í fótspor föður síns. „Ég ætlaði að gefa þetta lag út í fyrra og var búinn að taka það upp og allt saman. Ég söng viðlagið sjálfur, hlustaði svo á þetta og þetta var bara það versta sem ég hef heyrt, þannig ég þurfti að grafa þetta niður og ætlaði aldrei að hugsa um þetta aftur,“ segir Þórhallur hlæjandi. Hann ákvað í ár að gefa þessu annan séns og kíkti á upptökuna. Þórhallur segir þetta ekki hafa verið eins slæmt og hann minnti, þannig hann hafi ákveðið að finna einhvern annan til að syngja viðlagið á meðan hann rappar. „Fyrst ætlaði ég að finna söngkonu þangað til ég rankaði við mér, auðvitað á pabbi að gera þetta með mér! Hann var líklega og nálægt mér, ég hugsaði ekki einu sinni um hann fyrst en auðvitað var enginn annar sem hefði getað gert þetta betur.“ Þórhallur segir pabba sinn ekki hafa verið lengi að hugsa sig um eftir að hafa fengið að heyra lagið. Laddi hafi verið ánægður með þetta og handviss um að hér sé fram kominn sumarsmellurinn í ár. „Kallinn negldi þetta alveg. Þetta er mjög skemmtilegt, við erum auðvitað bara svolítið að gaslýsa okkur með þetta sumar held ég,“ segir Þórhallur hlæjandi. „Ellefu gráður og sól og við erum alltaf mætt út í stuttbuxunum, eins og það á að vera.“
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira