Líkir Katrínu við „stalínista“ og skýtur á Vilhjálm Birgisson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. maí 2024 06:32 Kristján er afar ósáttur við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda. Vísir/Vilhelm „Hvað mig varðar er það algerlega vonlaus staða fyrir lýðveldið Ísland að fá þessa konu á Bessastaði. Mér líst ekki á blikuna,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Morgunblaðið ræddi við Kristján um ákvörðun matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, um að leita umsagna frá þremur stofnunum og þrettán hagaðilum um umsókn Hvals um leyfi til hvalveiða. Kristján segir vinnubrögðin „með hreinum ólíkindum“, þar sem umsóknin hafi legið óhreyfð í ráðuneytinu í fjóra mánuði og samkvæmt lögum beri aðeins að leita umsagnar Hafrannsóknarstofnunar. Kristján skýtur fast á Katrínu, sem var yfir matvælaráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi og umsókn Hvals var skilað inn. Katrín hafi ekki verið að vinna vinnuna sína. „Svo ætlar fólk að fara að kjósa hana á Bessastaði. Hún mun væntanlega ekki svara neinum fyrirspurnum sem til forsetaembættisins berast, verði hún kosin, ef þetta eru vinnubrögðin sem hún temur sér. Enda rímar þetta vel við það hvernig stalínistar vinna,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið, heitt í hamsi að sögn blaðamanns. Kristján gagnrýnir einnig Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, fyrir að kalla eftir leyfi fyrir Hval en lýsa á sama tíma yfir stuðningi við Katrínu. Forsetakosningar 2024 Hvalveiðar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Morgunblaðið ræddi við Kristján um ákvörðun matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, um að leita umsagna frá þremur stofnunum og þrettán hagaðilum um umsókn Hvals um leyfi til hvalveiða. Kristján segir vinnubrögðin „með hreinum ólíkindum“, þar sem umsóknin hafi legið óhreyfð í ráðuneytinu í fjóra mánuði og samkvæmt lögum beri aðeins að leita umsagnar Hafrannsóknarstofnunar. Kristján skýtur fast á Katrínu, sem var yfir matvælaráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi og umsókn Hvals var skilað inn. Katrín hafi ekki verið að vinna vinnuna sína. „Svo ætlar fólk að fara að kjósa hana á Bessastaði. Hún mun væntanlega ekki svara neinum fyrirspurnum sem til forsetaembættisins berast, verði hún kosin, ef þetta eru vinnubrögðin sem hún temur sér. Enda rímar þetta vel við það hvernig stalínistar vinna,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið, heitt í hamsi að sögn blaðamanns. Kristján gagnrýnir einnig Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, fyrir að kalla eftir leyfi fyrir Hval en lýsa á sama tíma yfir stuðningi við Katrínu.
Forsetakosningar 2024 Hvalveiðar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira