Er lýsi eins skaðlegt og það er bragðvont? Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifa 30. maí 2024 11:15 Hvað er lýsi? Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar. Einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfa almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfa þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það er vegna þess hve norðarlega við búum og sólin getur því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Villandi æsifréttamennska Nýlega birtist grein um lýsi sem vakti þó nokkuð mikla athygli en hún fjallaði um að lýsi gæti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Greinin fjallaði um niðurstöður nýrrar rannsóknar og því haldið fram að lýsi gæti aukið hættu á heilablóðfalli og gáttatifi hjá fólki sem býr við góða hjarta- og æðaheilsu. Skiljanlega fékk greinin töluvert mikla athygli enda á lýsi stóran stað í hjörtum Íslendinga. Nýjar rannsóknir eru alltaf kærkomin viðbót þar sem við erum alltaf að reyna að vita meira þegar kemur að næringu. Það krefst hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt og sjá hvaða upplýsingar rannsóknin gefur okkur og hvar hún stendur á brauðfótum sem að fjölmiðlar gera almennt ekki. Greinin sem um ræðir er unnin upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni fylgdi hins vegar ekki nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Hér er þá gott að stoppa við en rannsóknin hafði ýmsar takmarkanir og galla sem býður upp á bjögun sem vert er að hafa í huga. Athygli vekur að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafði omega-3 fæðubót verndandi áhrif. Sem er punktur sem einmitt vekur upp spurningar um bjögun og fleira í hópnum sem ekki var með sjúkdómsgreiningar. Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíu fæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif. Þess má einnig geta að það er til töluvert magn rannsókna sem skoða aðrar heilsufarsútkomur og fá niðurstöður um jákvæð áhrif fiskolíu. Nokkur atriði til að hafa í huga - Það er best að fá næringarefni í sínu frumformi úr heilum matvælum. Hins vegar þótt það sé besta leiðin þýðir það ekki að aðrar leiðir séu skaðlegar séu skammtar innan eðlilegra marka. Matvæli rík af omega-3 eru t.d. feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og túnfiskur og matvæli eins og valhnetur, hörfræ og chia fræ. - Fyrir þau sem borða ekki ákveðin matvæli með ákveðnum næringarefnum er skynsamlegt að taka fæðubót. - Tengsl næringarefna við heilsufarsútkomur geta verið ólíkar hjá heilbrigðum einstaklingum samanborið við einstaklinga með sjúkdóma. - Meira er ekki betra. Þó svo að fæðubótarefni fáist í lausasölu í matvöruverslunum og apótekum þýðir það ekki að það sé með öllu áhættulaust. Ofurskammtar geta verið skaðlegir heilsunni og ætti því alltaf að skoða skammtastærðir vel fyrir inntöku. Ofurskammtar af omega-3 eru ekki skynsamlegir og sumar klínískar rannsóknir (til dæmis í umræðukafla höfunda rannsóknarinnar) notast við mjög stóra skammta. Fyrir 6 ára og eldri eru ráðlagðar 2 teskeiðar (10 ml) af lýsi á dag. Í þeim skammti er magn omega-3 fitusýra rúmlega 2 g. Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er langtímaneysla á omega-3 (EPA og DHA) bætiefna í skömmtum allt að 5 g á dag, örugg. Að lokum… Viljum við hvetja fjölmiðla til að leita ráða næringarfræðinga þegar skrifa á um næringu og rannsóknir sem fjalla um næringu. Viðfangsefnið er stórt og snertir alla þar sem við borðum jú öll. Að túlka rannsóknir um næringu er vandasamt verk þar sem þarf að hafa í huga margskonar líkamleg áhrif, bæði skammtíma- og langtíma, auk umhverfisáhrifa, hegðana, venja og ótal fleiri þátta. Að birta greinar sem segja ekki allann sannleikann getur valdið því að einstaklingar taki úr mataræði sínu mjög þarfa fæðubót án þess að bæta öðru við. Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði Íslendinga er stór hluti ekki að taka inn nóg D vítamín og lýsi því kærkomin viðbót. Fyrir þá sem kjósa hins vegar að taka ekki lýsi þurfa þeir að velja aðra D-vítamín fæðubót. Fjölmiðlar hafa einstakt tækifæri til að vera hluti af lausninni á tímum þar sem upplýsingaóreiða um næringu hefur aldrei verið meiri og verið þannig öflugt tól að bættri lýðheilsu. Er ekki komið nóg af því að nota stakar næringarrannsóknir sem smellubeitu og vekja ótta hjá fólki um jákvæðar fæðuvenjur. Ef vel er að verki staðið geta fjölmiðlar verið öflugt tól í að veita skýrar upplýsingar um næringu og þannig efla lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hvað er lýsi? Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar. Einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfa almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfa þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það er vegna þess hve norðarlega við búum og sólin getur því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Villandi æsifréttamennska Nýlega birtist grein um lýsi sem vakti þó nokkuð mikla athygli en hún fjallaði um að lýsi gæti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Greinin fjallaði um niðurstöður nýrrar rannsóknar og því haldið fram að lýsi gæti aukið hættu á heilablóðfalli og gáttatifi hjá fólki sem býr við góða hjarta- og æðaheilsu. Skiljanlega fékk greinin töluvert mikla athygli enda á lýsi stóran stað í hjörtum Íslendinga. Nýjar rannsóknir eru alltaf kærkomin viðbót þar sem við erum alltaf að reyna að vita meira þegar kemur að næringu. Það krefst hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt og sjá hvaða upplýsingar rannsóknin gefur okkur og hvar hún stendur á brauðfótum sem að fjölmiðlar gera almennt ekki. Greinin sem um ræðir er unnin upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni fylgdi hins vegar ekki nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Hér er þá gott að stoppa við en rannsóknin hafði ýmsar takmarkanir og galla sem býður upp á bjögun sem vert er að hafa í huga. Athygli vekur að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafði omega-3 fæðubót verndandi áhrif. Sem er punktur sem einmitt vekur upp spurningar um bjögun og fleira í hópnum sem ekki var með sjúkdómsgreiningar. Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíu fæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif. Þess má einnig geta að það er til töluvert magn rannsókna sem skoða aðrar heilsufarsútkomur og fá niðurstöður um jákvæð áhrif fiskolíu. Nokkur atriði til að hafa í huga - Það er best að fá næringarefni í sínu frumformi úr heilum matvælum. Hins vegar þótt það sé besta leiðin þýðir það ekki að aðrar leiðir séu skaðlegar séu skammtar innan eðlilegra marka. Matvæli rík af omega-3 eru t.d. feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og túnfiskur og matvæli eins og valhnetur, hörfræ og chia fræ. - Fyrir þau sem borða ekki ákveðin matvæli með ákveðnum næringarefnum er skynsamlegt að taka fæðubót. - Tengsl næringarefna við heilsufarsútkomur geta verið ólíkar hjá heilbrigðum einstaklingum samanborið við einstaklinga með sjúkdóma. - Meira er ekki betra. Þó svo að fæðubótarefni fáist í lausasölu í matvöruverslunum og apótekum þýðir það ekki að það sé með öllu áhættulaust. Ofurskammtar geta verið skaðlegir heilsunni og ætti því alltaf að skoða skammtastærðir vel fyrir inntöku. Ofurskammtar af omega-3 eru ekki skynsamlegir og sumar klínískar rannsóknir (til dæmis í umræðukafla höfunda rannsóknarinnar) notast við mjög stóra skammta. Fyrir 6 ára og eldri eru ráðlagðar 2 teskeiðar (10 ml) af lýsi á dag. Í þeim skammti er magn omega-3 fitusýra rúmlega 2 g. Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er langtímaneysla á omega-3 (EPA og DHA) bætiefna í skömmtum allt að 5 g á dag, örugg. Að lokum… Viljum við hvetja fjölmiðla til að leita ráða næringarfræðinga þegar skrifa á um næringu og rannsóknir sem fjalla um næringu. Viðfangsefnið er stórt og snertir alla þar sem við borðum jú öll. Að túlka rannsóknir um næringu er vandasamt verk þar sem þarf að hafa í huga margskonar líkamleg áhrif, bæði skammtíma- og langtíma, auk umhverfisáhrifa, hegðana, venja og ótal fleiri þátta. Að birta greinar sem segja ekki allann sannleikann getur valdið því að einstaklingar taki úr mataræði sínu mjög þarfa fæðubót án þess að bæta öðru við. Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði Íslendinga er stór hluti ekki að taka inn nóg D vítamín og lýsi því kærkomin viðbót. Fyrir þá sem kjósa hins vegar að taka ekki lýsi þurfa þeir að velja aðra D-vítamín fæðubót. Fjölmiðlar hafa einstakt tækifæri til að vera hluti af lausninni á tímum þar sem upplýsingaóreiða um næringu hefur aldrei verið meiri og verið þannig öflugt tól að bættri lýðheilsu. Er ekki komið nóg af því að nota stakar næringarrannsóknir sem smellubeitu og vekja ótta hjá fólki um jákvæðar fæðuvenjur. Ef vel er að verki staðið geta fjölmiðlar verið öflugt tól í að veita skýrar upplýsingar um næringu og þannig efla lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar