„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 19:05 Bubbi er orðinn langþreyttur á ljóutm skilaboðum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann. Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann.
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent