Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:01 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þvingun og nauðung verði gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra óbreytt fram að ganga. vísir/vilhelm/egill Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira