Segjast „niðurlægðar“ og hættar í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Julieta Cruz er ein af þessum þremur leikmönnum en hún var með argentínska landsliðinu á HM 2023. Getty/Hannah Peters Þrír leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta eru hættar að gefa kost á sér í landsliðið. Ástæðan eru þær aðstæður sem landsliðskonunum er boðið upp á í landsliðsverkefnum. Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81) Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81)
Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira