Mér finnst á mig hlustað Tinna Martinsdóttir skrifar 28. maí 2024 07:31 Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun