Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 14:40 Vegasamgöngur eru þriðjungur af samfélagslosun Íslands. Losun frá þeim jókst um átta prósent árið 2022 á sama tíma og samfélagslosun stóð annars í stað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Íslensk stjórnvöld hafa nú skilað landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins en Ísland á í samstarfi við það um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar var samfélagslosun, sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, verið undir skuldbindingum fyrstu tvö ár Parísarsamkomulagsins. Samfélagslosun nam 2,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2022 og stóð í stað á milli ára. Hún var 1,3 prósentum undir árlegri losunarúthlutun Íslands. Stærstu þættirnir í samfélagslosun eru vegasamgöngur (33 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (sautján prósent). Losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára vegna aukinna eldsneytiskaupa á sama tíma og losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent vegna fækkunar sauðfjár og frá fiskipum um fimmtán prósent vegna minni eldsneytiskaupa á Íslandi. Fiskimjölsverksmiðjur juku losun sína um 463 prósent á milli ára vegna skerðingar á raforku. Umhverfisstofnun að samfélagslosunin hafi verið undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt skuldbindingum landsins og nettólosun vegna landnotkunar hafi dregist saman miðað við tímabilið 2005 til 2009. Því stefni í að Íslandi standist skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun og nettólosunar vegna landnotkunar 2021 og 2022. Losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent á milli 2021 og 2022 vegna fækkunar sauðfjár.Vísir/Vilhelm Enn þriðjungi minni losun en fyrir heimsfaraldur Útblástur frá alþjóðaflugi og siglingum jókst verulega á milli 2021 og 2022 þegar efnahagsumsvif tóku að nálgast fyrra horf eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Losun frá alþjóðasiglingum jókst um 124 prósent en frá alþjóðaflugi um 77 prósent. Alþjóðasamgöngur ollu losun á rúmlega milljón tonnum af koltvísýringsígildum árið 2022 en hún nam um einni og hálfri milljón tonnum árið 2018. Kísilmálmverksmiðjur voru ástæða þess að losun sem heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) jókst um tæplega tvö prósent á tímabilinu. Losun kísilmálmverksmiðjanna jókst um níu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Þó að losun vegna landnotkunar hafi aukist um eitt prósent á milli ára nam binding skóglendis meira en hálfri milljón tonna koltvísýringsíglda. Bindingin er sögð hafa sautjánfaldast frá árinu 1990. Stærsta einstaka uppspretta losunar vegna landnotkunar er framræst votlendi. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa nú skilað landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins en Ísland á í samstarfi við það um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar var samfélagslosun, sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, verið undir skuldbindingum fyrstu tvö ár Parísarsamkomulagsins. Samfélagslosun nam 2,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2022 og stóð í stað á milli ára. Hún var 1,3 prósentum undir árlegri losunarúthlutun Íslands. Stærstu þættirnir í samfélagslosun eru vegasamgöngur (33 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (sautján prósent). Losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára vegna aukinna eldsneytiskaupa á sama tíma og losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent vegna fækkunar sauðfjár og frá fiskipum um fimmtán prósent vegna minni eldsneytiskaupa á Íslandi. Fiskimjölsverksmiðjur juku losun sína um 463 prósent á milli ára vegna skerðingar á raforku. Umhverfisstofnun að samfélagslosunin hafi verið undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt skuldbindingum landsins og nettólosun vegna landnotkunar hafi dregist saman miðað við tímabilið 2005 til 2009. Því stefni í að Íslandi standist skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun og nettólosunar vegna landnotkunar 2021 og 2022. Losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent á milli 2021 og 2022 vegna fækkunar sauðfjár.Vísir/Vilhelm Enn þriðjungi minni losun en fyrir heimsfaraldur Útblástur frá alþjóðaflugi og siglingum jókst verulega á milli 2021 og 2022 þegar efnahagsumsvif tóku að nálgast fyrra horf eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Losun frá alþjóðasiglingum jókst um 124 prósent en frá alþjóðaflugi um 77 prósent. Alþjóðasamgöngur ollu losun á rúmlega milljón tonnum af koltvísýringsígildum árið 2022 en hún nam um einni og hálfri milljón tonnum árið 2018. Kísilmálmverksmiðjur voru ástæða þess að losun sem heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) jókst um tæplega tvö prósent á tímabilinu. Losun kísilmálmverksmiðjanna jókst um níu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Þó að losun vegna landnotkunar hafi aukist um eitt prósent á milli ára nam binding skóglendis meira en hálfri milljón tonna koltvísýringsíglda. Bindingin er sögð hafa sautjánfaldast frá árinu 1990. Stærsta einstaka uppspretta losunar vegna landnotkunar er framræst votlendi.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01