Allir um borð í rútunni Íslendingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 20:49 Allir um borð í rútunni voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Áverkar farþega voru af ýmsum toga, allt frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka. Júlíus Örn Sigurðarson Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar. Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar.
Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36