Vakthafandi hjá lögreglunni staðfestir þetta og segir að lögreglumenn séu komnir á vettvang og ætla sér að reyna að ná grísnum. Þá tekur við að flytja grísinn aftur til sinna heima.
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem mögulegir eigendur gríssins eða þeir sem hafa upplýsingar um þá eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi og lögregluna.
Uppfært 16:55: Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir að hún hafi náð grísnum. Unnið er að því að komast að því hver eigandi hans er svo hægt sé að koma honum heim.