Afmælisbarnið klárt í slaginn eftir alls konar bras Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2024 08:30 Björgvin Páll átti 39 ára afmæli í gær og vonast til að fagna Evróputitli í dag. Vísir/Hulda Margrét Valur er 60 mínútum frá fyrsta Evróputitli í sögu íslensks handbolta. Afmælisbarn gærdagsins, Björgvin Páll Gústavsson, er eðlilega spenntur fyrir leik Vals við Olympiakos í Aþenu í dag. Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EHF-bikarinn Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni