Afmælisbarnið klárt í slaginn eftir alls konar bras Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2024 08:30 Björgvin Páll átti 39 ára afmæli í gær og vonast til að fagna Evróputitli í dag. Vísir/Hulda Margrét Valur er 60 mínútum frá fyrsta Evróputitli í sögu íslensks handbolta. Afmælisbarn gærdagsins, Björgvin Páll Gústavsson, er eðlilega spenntur fyrir leik Vals við Olympiakos í Aþenu í dag. Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira