Fetar í fótspor forverans og vildi einn lækka vexti Árni Sæberg skrifar 23. maí 2024 10:42 Arnór Sighvatsson er settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, vildi einn lækka stýrivexti á síðasta fundi peningastefnunefndar. Forveri hans í starfi hafði einn viljað lækka vexti á tveimur fundum þar á undan. Peningastefnunefnd tilkynnti þann 8. maí síðastliðinn að hún hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Það gerir það að verkum að vextir munu hafa verið 9,25 prósent í heilt ár þegar nefndin kemur næst saman þann 21. ágúst næstkomandi. Vaxtahækkanir hafi haft áhrif en ekki tímabært að lækka Í fundargerð peningastefnunefndar, sem gefin var út í gær, segir að nefndin hafi talið ljóst á að áhrif vaxtahækkana síðasta árs héldu áfram að koma fram með skýrum hætti í efnahagslífinu. Hins vegar væru ekki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að hjaðna með ásættanlegum hætti. Þá sérstaklega væri áhyggjuefni að verðbólguvæntingar væru enn vel yfir markmiði. Af þeim sökum fæli það í sér meiri áhættu að lækka vexti of snemma en að hafa þá óbreytta enn um sinn. Mikilvægt væri einnig að vaxtalækkun hæfist á trúverðugum tímapunkti þar sem jafnvel tiltölulega lítil lækkun meginvaxta gæti haft mikil áhrif á væntingamyndun þar sem hún markaði upphaf vaxtalækkunarferilsins. Framhaldið myndi ráðast af því hvernig verðbólga og verðbólguvæntingar þróast næstu misseri þar sem mikilvægt væri að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi. Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Ásgeir Jónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir hafi greitt atkvæði með tillögunni. Vildi taka hækkun húsnæðis út fyrir sviga Arnór Sighvatsson hafi hins vegar greitt atkvæði gegn tillögunni og viljað lækka vexti um 0,25 prósentur. Hann hafi talið að hætta væri á að taumhald peningastefnunnar yrði of þétt á næstunni. Í ljósi þess að hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar væri að nokkru leyti sprottin af framboðsskelli, sem hefði aðeins tímabundin áhrif á vísitöluna, væri eðlilegt að horfa framhjá nýlegri hækkun hans að mestu leyti. Undirliggjandi raunvextir væru því hærri en almennt væri reiknað með og myndu halda áfram að hækka yfir sumarmánuðina. Af þessum sökum vænti hann þess að draga myndi úr umsvifum á húsnæðismarkaði fyrr en almennt væri búist við sem myndi koma fram í hraðari hjöðnun verðbólgu. Nefndin hafi aftur á móti talið auknar líkur á því að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Sammála forvera sínum Talsverða athygli vakti þegar Gunnar Jakobsson, þáverandi varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, sagði starfi sínu lausu í byrjun apríl síðastliðins. Hann hafði verið nokkuð á skjön við meirihluta peningastefnunefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Arnór hefur nú sýnt fram á það á sínum fyrsta fundi peningastefnunefndar að vaxtahaukur kom ekki í stað vaxtadúfu. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. 3. apríl 2024 16:27 Ósammála nefndinni og biðst lausnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá. 5. apríl 2024 16:19 Vildi einn lækka stýrivexti Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. 21. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Peningastefnunefnd tilkynnti þann 8. maí síðastliðinn að hún hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Það gerir það að verkum að vextir munu hafa verið 9,25 prósent í heilt ár þegar nefndin kemur næst saman þann 21. ágúst næstkomandi. Vaxtahækkanir hafi haft áhrif en ekki tímabært að lækka Í fundargerð peningastefnunefndar, sem gefin var út í gær, segir að nefndin hafi talið ljóst á að áhrif vaxtahækkana síðasta árs héldu áfram að koma fram með skýrum hætti í efnahagslífinu. Hins vegar væru ekki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að hjaðna með ásættanlegum hætti. Þá sérstaklega væri áhyggjuefni að verðbólguvæntingar væru enn vel yfir markmiði. Af þeim sökum fæli það í sér meiri áhættu að lækka vexti of snemma en að hafa þá óbreytta enn um sinn. Mikilvægt væri einnig að vaxtalækkun hæfist á trúverðugum tímapunkti þar sem jafnvel tiltölulega lítil lækkun meginvaxta gæti haft mikil áhrif á væntingamyndun þar sem hún markaði upphaf vaxtalækkunarferilsins. Framhaldið myndi ráðast af því hvernig verðbólga og verðbólguvæntingar þróast næstu misseri þar sem mikilvægt væri að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi. Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Ásgeir Jónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir hafi greitt atkvæði með tillögunni. Vildi taka hækkun húsnæðis út fyrir sviga Arnór Sighvatsson hafi hins vegar greitt atkvæði gegn tillögunni og viljað lækka vexti um 0,25 prósentur. Hann hafi talið að hætta væri á að taumhald peningastefnunnar yrði of þétt á næstunni. Í ljósi þess að hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar væri að nokkru leyti sprottin af framboðsskelli, sem hefði aðeins tímabundin áhrif á vísitöluna, væri eðlilegt að horfa framhjá nýlegri hækkun hans að mestu leyti. Undirliggjandi raunvextir væru því hærri en almennt væri reiknað með og myndu halda áfram að hækka yfir sumarmánuðina. Af þessum sökum vænti hann þess að draga myndi úr umsvifum á húsnæðismarkaði fyrr en almennt væri búist við sem myndi koma fram í hraðari hjöðnun verðbólgu. Nefndin hafi aftur á móti talið auknar líkur á því að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Sammála forvera sínum Talsverða athygli vakti þegar Gunnar Jakobsson, þáverandi varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, sagði starfi sínu lausu í byrjun apríl síðastliðins. Hann hafði verið nokkuð á skjön við meirihluta peningastefnunefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Arnór hefur nú sýnt fram á það á sínum fyrsta fundi peningastefnunefndar að vaxtahaukur kom ekki í stað vaxtadúfu.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. 3. apríl 2024 16:27 Ósammála nefndinni og biðst lausnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá. 5. apríl 2024 16:19 Vildi einn lækka stýrivexti Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. 21. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. 3. apríl 2024 16:27
Ósammála nefndinni og biðst lausnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá. 5. apríl 2024 16:19
Vildi einn lækka stýrivexti Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. 21. febrúar 2024 18:36