„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Siggeir Ævarsson skrifa 22. maí 2024 21:50 Rúnar Ingi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. „Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
„Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira