Þjálfarakapall knattspyrnusumarsins 2024: Hver tekur við Brighton, Bayern, Chelsea eða þá Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 10:01 Þessir fjórir eru orðaðir við fjölda liða en þrír af þeim fara atvinnulausir inn í sumarið. Vísir/Getty Images Það virðist sem þjálfarakapall ársins ætli að vera sá lengsti í manna minnum. Nú þegar eru Chelsea, Bayern München og AC Milan í þjálfaraleit, Manchester United gæti farið sömu leið og þá er fráfarandi þjálfari Brighton & Hove Albion gríðarlega eftirsóttur. Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira