Segir fangaverði sinna starfi sínu af stakri trúmennsku Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 14:47 Páll Winkel fer ekki ofan af því að allir þeir sem koma að fangelsismálum sinni starfi sínu af natni og af mikilli virðingu fyrir skjólstæðingum sínum. vísir/arnar Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri. Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“ Fangelsismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“
Fangelsismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira