Hvað veit ég? Ég er bara fangi! Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 22. maí 2024 10:01 Það er sorglegt sjá eftir góðum drengjum sem falla fyrir eigin hendi í fangelsi vegna sinnuleysis og það er enn sorglegra að verða vitni að hvað sumum starfsmönnum Fangelsismálastofnunar er skítsama um sína skjólstæðinga. Í þeirra augum er fangi bara launaseðill. Ég er búinn að þvælast í þessu kerfi síðustu 25 árin, ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því, en þetta er staðan. Ég upplifi sífellt sömu mannvonskuna og mannfyrirlitninguna og þegar Kristján Stefánsson var forstöðumaður Litla-Hrauns. Hann átti fullt í fangi með eitt fangelsi og það að Halldór Valur Pálsson skuli vera forstöðumaður yfir þremur er algjörlega galið. Hann hefur engan metnað þegar kemur að föngum. Það er ekkert gert fyrir skjólstæðinga eða aðstandendur, Núll! Ég er búinn að vera í einu af þessum þremur fangelsum í 5 mánuði og hef ekki ennþá séð Halldór Val, og hann er titlaður forstöðumaður! Er ekki kominn tími til að breyta? Það er svo margt sem hefur farið aflaga, ég ætla ekki að kenna neinum um það, en ábyrgðin er forstöðumannsins. Þegar Margrét Frímannsdóttir var forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns var annar háttur. Jújú, sumt kannski umdeilt, en hún leit á fanga sem fólk. Hún kom með mennskuna og gaf mönnum von. Vonin er bara eitt það mikilvægasta sem hægt er að gefa mönnum í þessari stöðu. Þeir fengu tækifæri til að finna sjálfa sig og vinna í sér. Hin og þessi námskeið voru í boði. Að vinna með höndunum og list, að ógleymdum sjálfstyrkingarnámskeiðunum sem haldin voru reglulega, hugrænum atferlismeðferðum og reiðistjórnunarnámskeiðum. Meðferðagangur Þar störfuðu fyrst um sinn þrír. Þau náðu vel til fanganna. Í dag er einn meðferðarfulltrúi sem er á engan hátt boðlegt. Það er eins og verið sé að bíða eftir að hann gefist upp, þá verður hægt að loka því sem þeir kalla í dag edrúgang. Því miður. En kannski er það bara mín upplifun að allt það góða sem Margrét kom með hafi endað í pappírstætaranum hjá forstöðumanni, öll mennska farin. Í dag er Litla-Hraun stjórnlaus dýragarður. Oft er sagt að þjálfarinn missi klefann, hann er búinn að missa húsið með áhugaleysi. Það skrifast á þann sem stýrir Litla-Hrauni, Halldór Val og kannski bara ofurlítið líka á alla aðra er koma að stjórnun fangelsismála innan stjórnsýslunnar! Ég get lofað einu: ef komið fram við fanga eins og hunda þá haga þeir sér eins og hundar, verða grimmari. En ef komið er fram við þá eins og manneskjur fara þeir kannski að haga sér eins og manneskjur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Ég væri glaður til í að hjálpa, deila minni sýn og hugmyndum. En það er kannski fyrir neðan virðingu fangelsismálastofnunar þar sem ég er einn af skítugu börnum hennar Evu! Hvernig væri að færa skólastarfið í fyrra horf þar sem menn gátu lært og höfðu sömu möguleika og hinn frjálsi maður? Þegar menn gátu tekið þátt í tímum með fjarfundarbúnaði. Tölvur inn á klefum Allt venjulegt námsefni fer fram í tölvu, tölvan í dag er það sem bækurnar og gamli góði blýanturinn voru hér áður, verkfæri þar sem allt er á einum stað og námsefnið á alnetinu. Það eru fyrstu þrír bekkirnir í grunnskóla sem hafa ekki tölvur, til að setja okkur í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu. Tölvur voru teknar af föngum vegna þess að nokkrir fangar brutu af sér og það er látið bitna á öllum. Litla-Hraun er deildarskipt eins og staðan er í dag. Sjö deildir. Engin mismunun. Menn vinna sér inn réttindi, gamla góða gulrótarkefið. Menn verða hafa eitthvað til að vinna að. Í dag fer allt fram í gegnum tölvur. Af hverju má fangi ekki vera upplýstur um hvað er að gerast utan girðingar, hvernig verður hann betri ef honum er bara alltaf haldið í myrkrinu? Dýrin eru að vísu verðlaunuð fyrir gott verk, með nammi. Það þarf að vera miklu meiri viðvera og virkni í fangelsunum. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Fleiri úrræði Það er ekki nóg að vera með opin fangelsi þó þau séu frábær, ég ætla ekki að gera lítið úr þeim. Það verður líka að vera eitthvað að gera fyrir vistmenn annað en að hangsa. Það þarf að vera tilgangur, það er ekki nóg að henda bara föngum á milli geymslna! Tökum dæmi af einu af þessum opnum úræðum. Það er tekið beint upp úr skýrslu Ríkisendurskoðanda sem kom út í nóvember 2023, og snertir Sogn hvað varðar vinnu og virkniúrræði: „Framboð starfa, náms og annarra virkniúrræða Boðið er upp á tækifæri til starfa, náms og annarrar virkni í Fangelsinu Sogni. Sú vinna sem föngum býðst er t.a.m. störf í eldhúsi, við fiskeldi, garðvinnu, viðhald og umhirðu á hænum sem haldnar eru á staðnum. Þá bjóðast ýmis störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra aðila.“ Allt lítur þetta vel út á prenti en reyndin er önnur. Garðvinna og viðhald á Sogni er bara yfir sumartímann sem telur heila þrjá mánuði. Fiskeldi og ýmis störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra aðila er ekki lengur í boði og megum við þakka það metnaðarleysi forstöðumanns á Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni. Hjá honum er enginn vilji að hafa fangelsi sem betrun, stað til að hjálpa mönnum að vinna í sjálfum sér eða finna sjálfa sig. Það er enginn hvati til að gera betur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Eftirfylgnin Þegar fangi kemur út er ekkert sem tekur við, ekkert sem tekur utan um hann. Fangelsismálastofnun og starfsmenn Verndar berja sér á brjóst fyrir Vernd en því miður er hún barn síns tíma. Vernd var hugsuð fyrir þá sem höfðu ekki í nein hús að venda. Vernd á vel við þá sem eru einstæðingar, ekki fjölskyldufólk, þar sem fanginn getur ekki verið með fjölskyldunni sinni á einum af mikilvægustu stundum dagsins, „kvöldmatartíma“ því hann/hún á að vera inni á Vernd milli kl 18 og 19 alla virka daga en ekki um helgar. Skýringin er sú að hægt verði að fylgjast með hvort fanginn sé í neyslu, já fangar fá sér ekki um helgar! FANGI sem er fjölskyldumaður/kona á Vernd þarf að vinna fyrir leigu á rúmi (fangar deila herbergi með öðrum föngum á Vernd) um 100.000 kr á mánuði. Þeir reka líka heimili fyrir fjölskyldur sínar auk þess að burðast með aðrar skuldir sem hlaðast upp á þeim tíma sem fangarnir hafa verið frá, fyrir utan himinháan dóms- og sakarkostnað. Ef fangi hefur getu og er fær um, ætti hann að vera með ökklaband heima hjá sér á Verndartímanum sem og ökklatímanum. Ef við horfum á samfélagsþjónustu þá er hún 2 ár og verið er að tala um að lengja hana í 3 ár. Sá sem er búinn að vera lengi inni í fangelsi upplifir sig utangátta, þar sem geta hans hefur verið skert í virkni og hugsun. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Meðferðarúrræði fyrir fanga Eins og staðan er dag er engin meðferðaráætlun í gangi líkt og kveðið er á um í lögum um fullnustu refsinga: „Fangelsismálastofnun skal, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir fanga sé það talið nauðsynlegt að mati sérfræðinga Fangelsismálastofnunar. Áætlunina skal gera eins fljótt og kostur er eftir að afplánun hefst og endurskoða eftir atvikum meðan á afplánun stendur.“ Ég hugsa að það sé hægt að telja á fingrum annarrar handar, ef það er yfirleitt hægt, það að finna undirskrift fanga með uppáskrifaða meðferðaráætlun. Mér skilst að sálfræðingar Fangelsismálastofnunar séu fjórir og svo hefur bæst við geðheilsuteymi. Tveir til þrír sálfræðingar sem gera lítið annað en að taka snubbótt viðtöl og mæla með lyfjanotkun við ópíum og ADHD, kannski fer ég með rangt mál. Er eðlilegt að einn maður taki 18 pillur á dag? Ég veit um einn fanga sem er búinn að vera að biðja um hjálp. Það svar sem hann fær er að fangelsi sé ekki staður til að vinna úr áföllum. En er fangelsi ekki bara besti staðurinn til að byrja að vinna í áföllum og sjálfum sér? Þegar viðkomandi er kominn í þessa stöðu? En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Meðferð snýst ekki bara um vímuefni. Nei, hver og einn fangi á sína áfallasögu sem þarf að vinna með. Vímuefni verða oftast birtingarmyndin þar sem hver og einn leitar sér lausnar í vímu vegna vanlíðunar. Það sem gleymist alltof oft er að athuga upphafið og rót vandans. Ég er engin fræðimaður, en ég er manneskja sem veit hvernig það er að lenda í og sitja í fangelsi. Er ekki kominn tími til að skríða upp úr skotgröfum embættismannsins og fara að vinna með fanga sem fólk, ekki bara einhverjar tölur eða enn eitt líkanið á excel? Það verður enginn árangur í betrun eða meðferð ef mennskan og kærleikurinn er ekki með í ráðum. Það þurfa allir að finna að þeir hafi tilgang! En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Hvernig manneskjur viljum við? Ég sem manneskja hef alveg fundið fyrir uppgjöf og hugsað til hvers er að lifa þessu lífi. Það þurfa allir að hafa tilgang, ef það er enginn tilgangur þá er bara eitt sem tekur utan um fangann. Það er systir óttans, eyðandi eymdin. Starfsmenn fangelsismálastofnunar eru með líf og heilsu manna í höndum sér í þessu meingallaða fangelsiskerfi. Mörg þeirra halda að þau séu betri en skjólstæðingar sínir, en ég leyfi mér að segja að þar fara þau villur vegar. Hafið hugfast að fæstir sem eru í fangelsi hafa fengið sömu spil og þau í upphafi. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Hvernig vill samfélagið fá fanga aftur út í samfélagið, virka eða óvirka? Eins og staðan er í dag þá er enginn vilji hjá stjórnendum fangelsa eða ráðamönnum að fangar fái að finna til mennskunnar. Eins og staðan er í dag eru fangelsin mislélegar kjötgeymslur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Höfundur er fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt sjá eftir góðum drengjum sem falla fyrir eigin hendi í fangelsi vegna sinnuleysis og það er enn sorglegra að verða vitni að hvað sumum starfsmönnum Fangelsismálastofnunar er skítsama um sína skjólstæðinga. Í þeirra augum er fangi bara launaseðill. Ég er búinn að þvælast í þessu kerfi síðustu 25 árin, ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því, en þetta er staðan. Ég upplifi sífellt sömu mannvonskuna og mannfyrirlitninguna og þegar Kristján Stefánsson var forstöðumaður Litla-Hrauns. Hann átti fullt í fangi með eitt fangelsi og það að Halldór Valur Pálsson skuli vera forstöðumaður yfir þremur er algjörlega galið. Hann hefur engan metnað þegar kemur að föngum. Það er ekkert gert fyrir skjólstæðinga eða aðstandendur, Núll! Ég er búinn að vera í einu af þessum þremur fangelsum í 5 mánuði og hef ekki ennþá séð Halldór Val, og hann er titlaður forstöðumaður! Er ekki kominn tími til að breyta? Það er svo margt sem hefur farið aflaga, ég ætla ekki að kenna neinum um það, en ábyrgðin er forstöðumannsins. Þegar Margrét Frímannsdóttir var forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns var annar háttur. Jújú, sumt kannski umdeilt, en hún leit á fanga sem fólk. Hún kom með mennskuna og gaf mönnum von. Vonin er bara eitt það mikilvægasta sem hægt er að gefa mönnum í þessari stöðu. Þeir fengu tækifæri til að finna sjálfa sig og vinna í sér. Hin og þessi námskeið voru í boði. Að vinna með höndunum og list, að ógleymdum sjálfstyrkingarnámskeiðunum sem haldin voru reglulega, hugrænum atferlismeðferðum og reiðistjórnunarnámskeiðum. Meðferðagangur Þar störfuðu fyrst um sinn þrír. Þau náðu vel til fanganna. Í dag er einn meðferðarfulltrúi sem er á engan hátt boðlegt. Það er eins og verið sé að bíða eftir að hann gefist upp, þá verður hægt að loka því sem þeir kalla í dag edrúgang. Því miður. En kannski er það bara mín upplifun að allt það góða sem Margrét kom með hafi endað í pappírstætaranum hjá forstöðumanni, öll mennska farin. Í dag er Litla-Hraun stjórnlaus dýragarður. Oft er sagt að þjálfarinn missi klefann, hann er búinn að missa húsið með áhugaleysi. Það skrifast á þann sem stýrir Litla-Hrauni, Halldór Val og kannski bara ofurlítið líka á alla aðra er koma að stjórnun fangelsismála innan stjórnsýslunnar! Ég get lofað einu: ef komið fram við fanga eins og hunda þá haga þeir sér eins og hundar, verða grimmari. En ef komið er fram við þá eins og manneskjur fara þeir kannski að haga sér eins og manneskjur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Ég væri glaður til í að hjálpa, deila minni sýn og hugmyndum. En það er kannski fyrir neðan virðingu fangelsismálastofnunar þar sem ég er einn af skítugu börnum hennar Evu! Hvernig væri að færa skólastarfið í fyrra horf þar sem menn gátu lært og höfðu sömu möguleika og hinn frjálsi maður? Þegar menn gátu tekið þátt í tímum með fjarfundarbúnaði. Tölvur inn á klefum Allt venjulegt námsefni fer fram í tölvu, tölvan í dag er það sem bækurnar og gamli góði blýanturinn voru hér áður, verkfæri þar sem allt er á einum stað og námsefnið á alnetinu. Það eru fyrstu þrír bekkirnir í grunnskóla sem hafa ekki tölvur, til að setja okkur í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu. Tölvur voru teknar af föngum vegna þess að nokkrir fangar brutu af sér og það er látið bitna á öllum. Litla-Hraun er deildarskipt eins og staðan er í dag. Sjö deildir. Engin mismunun. Menn vinna sér inn réttindi, gamla góða gulrótarkefið. Menn verða hafa eitthvað til að vinna að. Í dag fer allt fram í gegnum tölvur. Af hverju má fangi ekki vera upplýstur um hvað er að gerast utan girðingar, hvernig verður hann betri ef honum er bara alltaf haldið í myrkrinu? Dýrin eru að vísu verðlaunuð fyrir gott verk, með nammi. Það þarf að vera miklu meiri viðvera og virkni í fangelsunum. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Fleiri úrræði Það er ekki nóg að vera með opin fangelsi þó þau séu frábær, ég ætla ekki að gera lítið úr þeim. Það verður líka að vera eitthvað að gera fyrir vistmenn annað en að hangsa. Það þarf að vera tilgangur, það er ekki nóg að henda bara föngum á milli geymslna! Tökum dæmi af einu af þessum opnum úræðum. Það er tekið beint upp úr skýrslu Ríkisendurskoðanda sem kom út í nóvember 2023, og snertir Sogn hvað varðar vinnu og virkniúrræði: „Framboð starfa, náms og annarra virkniúrræða Boðið er upp á tækifæri til starfa, náms og annarrar virkni í Fangelsinu Sogni. Sú vinna sem föngum býðst er t.a.m. störf í eldhúsi, við fiskeldi, garðvinnu, viðhald og umhirðu á hænum sem haldnar eru á staðnum. Þá bjóðast ýmis störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra aðila.“ Allt lítur þetta vel út á prenti en reyndin er önnur. Garðvinna og viðhald á Sogni er bara yfir sumartímann sem telur heila þrjá mánuði. Fiskeldi og ýmis störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra aðila er ekki lengur í boði og megum við þakka það metnaðarleysi forstöðumanns á Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni. Hjá honum er enginn vilji að hafa fangelsi sem betrun, stað til að hjálpa mönnum að vinna í sjálfum sér eða finna sjálfa sig. Það er enginn hvati til að gera betur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Eftirfylgnin Þegar fangi kemur út er ekkert sem tekur við, ekkert sem tekur utan um hann. Fangelsismálastofnun og starfsmenn Verndar berja sér á brjóst fyrir Vernd en því miður er hún barn síns tíma. Vernd var hugsuð fyrir þá sem höfðu ekki í nein hús að venda. Vernd á vel við þá sem eru einstæðingar, ekki fjölskyldufólk, þar sem fanginn getur ekki verið með fjölskyldunni sinni á einum af mikilvægustu stundum dagsins, „kvöldmatartíma“ því hann/hún á að vera inni á Vernd milli kl 18 og 19 alla virka daga en ekki um helgar. Skýringin er sú að hægt verði að fylgjast með hvort fanginn sé í neyslu, já fangar fá sér ekki um helgar! FANGI sem er fjölskyldumaður/kona á Vernd þarf að vinna fyrir leigu á rúmi (fangar deila herbergi með öðrum föngum á Vernd) um 100.000 kr á mánuði. Þeir reka líka heimili fyrir fjölskyldur sínar auk þess að burðast með aðrar skuldir sem hlaðast upp á þeim tíma sem fangarnir hafa verið frá, fyrir utan himinháan dóms- og sakarkostnað. Ef fangi hefur getu og er fær um, ætti hann að vera með ökklaband heima hjá sér á Verndartímanum sem og ökklatímanum. Ef við horfum á samfélagsþjónustu þá er hún 2 ár og verið er að tala um að lengja hana í 3 ár. Sá sem er búinn að vera lengi inni í fangelsi upplifir sig utangátta, þar sem geta hans hefur verið skert í virkni og hugsun. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Meðferðarúrræði fyrir fanga Eins og staðan er dag er engin meðferðaráætlun í gangi líkt og kveðið er á um í lögum um fullnustu refsinga: „Fangelsismálastofnun skal, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir fanga sé það talið nauðsynlegt að mati sérfræðinga Fangelsismálastofnunar. Áætlunina skal gera eins fljótt og kostur er eftir að afplánun hefst og endurskoða eftir atvikum meðan á afplánun stendur.“ Ég hugsa að það sé hægt að telja á fingrum annarrar handar, ef það er yfirleitt hægt, það að finna undirskrift fanga með uppáskrifaða meðferðaráætlun. Mér skilst að sálfræðingar Fangelsismálastofnunar séu fjórir og svo hefur bæst við geðheilsuteymi. Tveir til þrír sálfræðingar sem gera lítið annað en að taka snubbótt viðtöl og mæla með lyfjanotkun við ópíum og ADHD, kannski fer ég með rangt mál. Er eðlilegt að einn maður taki 18 pillur á dag? Ég veit um einn fanga sem er búinn að vera að biðja um hjálp. Það svar sem hann fær er að fangelsi sé ekki staður til að vinna úr áföllum. En er fangelsi ekki bara besti staðurinn til að byrja að vinna í áföllum og sjálfum sér? Þegar viðkomandi er kominn í þessa stöðu? En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Meðferð snýst ekki bara um vímuefni. Nei, hver og einn fangi á sína áfallasögu sem þarf að vinna með. Vímuefni verða oftast birtingarmyndin þar sem hver og einn leitar sér lausnar í vímu vegna vanlíðunar. Það sem gleymist alltof oft er að athuga upphafið og rót vandans. Ég er engin fræðimaður, en ég er manneskja sem veit hvernig það er að lenda í og sitja í fangelsi. Er ekki kominn tími til að skríða upp úr skotgröfum embættismannsins og fara að vinna með fanga sem fólk, ekki bara einhverjar tölur eða enn eitt líkanið á excel? Það verður enginn árangur í betrun eða meðferð ef mennskan og kærleikurinn er ekki með í ráðum. Það þurfa allir að finna að þeir hafi tilgang! En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Hvernig manneskjur viljum við? Ég sem manneskja hef alveg fundið fyrir uppgjöf og hugsað til hvers er að lifa þessu lífi. Það þurfa allir að hafa tilgang, ef það er enginn tilgangur þá er bara eitt sem tekur utan um fangann. Það er systir óttans, eyðandi eymdin. Starfsmenn fangelsismálastofnunar eru með líf og heilsu manna í höndum sér í þessu meingallaða fangelsiskerfi. Mörg þeirra halda að þau séu betri en skjólstæðingar sínir, en ég leyfi mér að segja að þar fara þau villur vegar. Hafið hugfast að fæstir sem eru í fangelsi hafa fengið sömu spil og þau í upphafi. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Hvernig vill samfélagið fá fanga aftur út í samfélagið, virka eða óvirka? Eins og staðan er í dag þá er enginn vilji hjá stjórnendum fangelsa eða ráðamönnum að fangar fái að finna til mennskunnar. Eins og staðan er í dag eru fangelsin mislélegar kjötgeymslur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi! Höfundur er fangi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun