Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2024 19:31 Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að ef til vill eigi kjósendur erfiðara með að ákveða sig nú vegna fjölda frambjóðenda en árið 2020 þegar aðeins voru tveir í framboði. Stöð 2/Einar Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. Í dag er sautjándi dagurinn sem fólk hefur getað kosið utan kjörfundar. Frambjóðendur í forsetakosningum hafa aldrei verið fleiri eða tólf og kannanir sýna að fylgið er á töluverðri hreyfingu. Frá 3. maí hefur Halla Hrund Logadóttir notið mesta fylgis í fimm könnunum af níu hjá Maskínu, Gallup og Prósenti. Hún og Katrín Jakobsdóttir voru síðan jafnar með 25 prósent hjá Gallup hinn 10. maí. Í síðustu þremur könnunum þessara fyrirtækja hefur Katrín aftur á móti vinninginn og það í fyrsta skipti í könnun Prósents sem birt var á mbl í gær. Baldur Þórhallsson hefur verið í þriðja sæti í öllum þessum níu könnunum en í undanförnum þremur könnunum hefur Halla Tómasdóttir mælst með meira fylgi en Jón Gnarr. Oftast er ekki marktækur munur á efstu þremur frambjóðendum og á frambjóðendum í þriðja og fjórða sæti. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar að þessu sinni.Stöð 2/Einar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utan kjörfundar atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel. Frá og með deginum í dag verði opið lengur í Holtagörðum 1 eða frá klukkan tíu að morgni til tíu að kveldi. „Það sem af er þá eru hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 4.861 búnir að kjósa. Á landinu öllu og í sendiráðum rúmlega 7.600,” segir Sigríður. Þetta væri töluvert dræmari kjörsókn en á sama tíma í forsetakosningunum 2020 en þá höfðu um 11.100 kosið eftir að utan kjörfundur hafði verið opinn í sautján daga. Hugsanlega ættu kjósendur erfiðara með að ákveða sig nú með tólf frambjóðendur í stað tveggja fyrir fjórum árum og annar þeirra sitjandi forseti. „Og núna er kjördagurinn 1. júní en hann var 27. júní árið 2020. Þannig að það eru örugglega færri komnir í sumarfrí. Margir sem koma þá á kjördag og kjósa,“ segir sýslumaðurinn. Á þessari mynd sést á grænu línunni hvernig fylgi Höllu Hrundar Logadóttur hefur breyst frá könnun Maskínu hinn 3. maí. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur sést á bláu línunni, Baldur Þórhallssonar á gulu línunni, Jóns Gnarr á brúnu línunni, Höllu Tómasdóttur á fjólublau línunni og Arnars Þórs Jónssonar á neðstu línunni.Grafík/Hjalti Margrét Eir Gunnarsdóttir var ein af þeim sem kaus í dag. „Ég fylgdist vel með kappræðunum. Þá fannst mér alveg koma í ljós hvað ég ætlaði að velja.” Fyrir þann tíma, voru nokkrir möguleikar? „Já, klárlega." Ertu vongóð um að þinn frambjóðandi hafi betur? „Það er aldrei að vita,“ segir Margrét Eir sem verður ekki á landinu á kjördag eins og margir. En sýslumaður reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Knútur Hafsteinsson var nýbúinn að ákveða sig þegar hann kaus í dag. Búinn að vera ákveðinn lengi um hvern þú ætlaðir að kjósa? „Nei, það var gert inn í klefanum.“ Þú ákvaðst þig bara í klefanum? „Kannski í gærkvöldi þegar ég sá kynninguna klukkan tíu í Ríkissjónvarpinu,“ segir Knútur. Fleiri en einn frambjóðandi hafi komið til greina. Ragnhildur Ísleifsdóttir sagðist gjarnan hafa vilja lengri tíma til að velja sinn frambjóðenda. Valið hafi ekki verið einfalt. „Já, það var svolítið erfitt. Það voru svona þrjár manneskjur í topp þremur. Ég er búin að horfa, hlusta og lesa. Þannig að ég reyndi bara að fylgja minni sannfæringu,” segir Ragnhildur. Sjónvarpsmaðurinn gamalkunni Ingvi Hrafn Jónsson var einnig mættur til að kjósa með Ragnheiði eiginkonu sinni í dag. „Ég var dálítið hugsi en þetta var ekki erfitt. Þannig að ég er sannfærður um að minn frambjóðandi mun skipta um heimilisfang, hvað í ágústbyrjun?” sagði Ingvi Hrafn. En ný forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. 21. maí 2024 11:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í dag er sautjándi dagurinn sem fólk hefur getað kosið utan kjörfundar. Frambjóðendur í forsetakosningum hafa aldrei verið fleiri eða tólf og kannanir sýna að fylgið er á töluverðri hreyfingu. Frá 3. maí hefur Halla Hrund Logadóttir notið mesta fylgis í fimm könnunum af níu hjá Maskínu, Gallup og Prósenti. Hún og Katrín Jakobsdóttir voru síðan jafnar með 25 prósent hjá Gallup hinn 10. maí. Í síðustu þremur könnunum þessara fyrirtækja hefur Katrín aftur á móti vinninginn og það í fyrsta skipti í könnun Prósents sem birt var á mbl í gær. Baldur Þórhallsson hefur verið í þriðja sæti í öllum þessum níu könnunum en í undanförnum þremur könnunum hefur Halla Tómasdóttir mælst með meira fylgi en Jón Gnarr. Oftast er ekki marktækur munur á efstu þremur frambjóðendum og á frambjóðendum í þriðja og fjórða sæti. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar að þessu sinni.Stöð 2/Einar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utan kjörfundar atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel. Frá og með deginum í dag verði opið lengur í Holtagörðum 1 eða frá klukkan tíu að morgni til tíu að kveldi. „Það sem af er þá eru hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 4.861 búnir að kjósa. Á landinu öllu og í sendiráðum rúmlega 7.600,” segir Sigríður. Þetta væri töluvert dræmari kjörsókn en á sama tíma í forsetakosningunum 2020 en þá höfðu um 11.100 kosið eftir að utan kjörfundur hafði verið opinn í sautján daga. Hugsanlega ættu kjósendur erfiðara með að ákveða sig nú með tólf frambjóðendur í stað tveggja fyrir fjórum árum og annar þeirra sitjandi forseti. „Og núna er kjördagurinn 1. júní en hann var 27. júní árið 2020. Þannig að það eru örugglega færri komnir í sumarfrí. Margir sem koma þá á kjördag og kjósa,“ segir sýslumaðurinn. Á þessari mynd sést á grænu línunni hvernig fylgi Höllu Hrundar Logadóttur hefur breyst frá könnun Maskínu hinn 3. maí. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur sést á bláu línunni, Baldur Þórhallssonar á gulu línunni, Jóns Gnarr á brúnu línunni, Höllu Tómasdóttur á fjólublau línunni og Arnars Þórs Jónssonar á neðstu línunni.Grafík/Hjalti Margrét Eir Gunnarsdóttir var ein af þeim sem kaus í dag. „Ég fylgdist vel með kappræðunum. Þá fannst mér alveg koma í ljós hvað ég ætlaði að velja.” Fyrir þann tíma, voru nokkrir möguleikar? „Já, klárlega." Ertu vongóð um að þinn frambjóðandi hafi betur? „Það er aldrei að vita,“ segir Margrét Eir sem verður ekki á landinu á kjördag eins og margir. En sýslumaður reiknar með að um fimmtíu þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Knútur Hafsteinsson var nýbúinn að ákveða sig þegar hann kaus í dag. Búinn að vera ákveðinn lengi um hvern þú ætlaðir að kjósa? „Nei, það var gert inn í klefanum.“ Þú ákvaðst þig bara í klefanum? „Kannski í gærkvöldi þegar ég sá kynninguna klukkan tíu í Ríkissjónvarpinu,“ segir Knútur. Fleiri en einn frambjóðandi hafi komið til greina. Ragnhildur Ísleifsdóttir sagðist gjarnan hafa vilja lengri tíma til að velja sinn frambjóðenda. Valið hafi ekki verið einfalt. „Já, það var svolítið erfitt. Það voru svona þrjár manneskjur í topp þremur. Ég er búin að horfa, hlusta og lesa. Þannig að ég reyndi bara að fylgja minni sannfæringu,” segir Ragnhildur. Sjónvarpsmaðurinn gamalkunni Ingvi Hrafn Jónsson var einnig mættur til að kjósa með Ragnheiði eiginkonu sinni í dag. „Ég var dálítið hugsi en þetta var ekki erfitt. Þannig að ég er sannfærður um að minn frambjóðandi mun skipta um heimilisfang, hvað í ágústbyrjun?” sagði Ingvi Hrafn. En ný forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. 21. maí 2024 11:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. 21. maí 2024 11:40