Eignast Securitas að fullu Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 14:43 Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er stjórnarformaður Vara eignarhaldsfélags og forstjóri Stekks fjárfestingarfélags. Aðsend Framtakssjóðurinn Edda og Vari eignarhaldsfélag hafa undirritað kaupsamning um kaup Vara á 40 prósenta hlut í Securitas. Eftir að viðskiptin eru frágengin mun Vari eiga Securitas að fullu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekk fjárfestingafélagi, en Vari verður í 95 prósenta eigu Stekks, sem hefur verið hluthafi í Securitas til fjórtán ára. Stekkur er alfarið í eigu Kristins Aðalsteinssonar. Í tilkynningunni kemur fram að kaupsamningurinn sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Vara eignarhaldsfélags og forstjóra Stekks, að hún vilji þakka Margit Robertet og Kviku eignastýringu, rekstraraðila Eddu, innilega fyrir samstarfið undanfarin síðasta áratuginn. „Framtakssjóðurinn hefur verið góður samstarfsaðili í þessu verkefni. Viðskiptin nú marka stór tímamót hjá Stekk og erum við ótrúlega spennt að halda áfram að uppbyggingu Securitas og efla þjónustu til okkar viðskiptavina. Ég hef setið í stjórn félagins í 14 ár og er virkilega spennt fyrir komandi tímum.“ Fram kemur að Stekkur sé fjölskyldueignarhaldsfélag sem ætli sér að fjárfesta áfram í íslensku viðskiptalífi. „Fá fyrirtæki eru jafn góður fjárfestingarkostur og Securitas og sjáum við því fram á að halda áfram sem hluthafar til lengri tíma. Þegar langtímahugsjónir ráða för í fyrirtæki er aðaláhersla á að reka félagið vel og að hlúa að mikilvægum viðskiptasamböndum og fjárfesta til framtíðar.“ Þá er haft eftir Margit Robertet, framkvæmdastjóra Eddu og sem hefur verið fulltrúi sjóðsins í stjórn Securitas frá árinu 2016, að eftir langt og farsælt samstarf með Stekk um fjárfestinguna í Securitas hafi Edda samþykkt tilboð Stekks um kaup á 40 prósenta hlut sjóðsins í félaginu. „Það er með nokkrum trega sem við hverfum á braut enda Securitas gríðarlega flott félag með ýmis áhugaverð tækifæri til frekari vaxtar en yfir fjárfestingartímabilið hefur félagið tvöfaldað tekjur sínar og þrefaldað rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta. Fyrir hönd Eddu þá vil ég þakka Guðlaugu Kristinsdóttur og Stekk fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á þessum tímamótum.“ Edda slhf. er 5 milljarða framtakssjóður í rekstri Kviku eignastýringar sem stofnaður var 2013. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekk fjárfestingafélagi, en Vari verður í 95 prósenta eigu Stekks, sem hefur verið hluthafi í Securitas til fjórtán ára. Stekkur er alfarið í eigu Kristins Aðalsteinssonar. Í tilkynningunni kemur fram að kaupsamningurinn sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Vara eignarhaldsfélags og forstjóra Stekks, að hún vilji þakka Margit Robertet og Kviku eignastýringu, rekstraraðila Eddu, innilega fyrir samstarfið undanfarin síðasta áratuginn. „Framtakssjóðurinn hefur verið góður samstarfsaðili í þessu verkefni. Viðskiptin nú marka stór tímamót hjá Stekk og erum við ótrúlega spennt að halda áfram að uppbyggingu Securitas og efla þjónustu til okkar viðskiptavina. Ég hef setið í stjórn félagins í 14 ár og er virkilega spennt fyrir komandi tímum.“ Fram kemur að Stekkur sé fjölskyldueignarhaldsfélag sem ætli sér að fjárfesta áfram í íslensku viðskiptalífi. „Fá fyrirtæki eru jafn góður fjárfestingarkostur og Securitas og sjáum við því fram á að halda áfram sem hluthafar til lengri tíma. Þegar langtímahugsjónir ráða för í fyrirtæki er aðaláhersla á að reka félagið vel og að hlúa að mikilvægum viðskiptasamböndum og fjárfesta til framtíðar.“ Þá er haft eftir Margit Robertet, framkvæmdastjóra Eddu og sem hefur verið fulltrúi sjóðsins í stjórn Securitas frá árinu 2016, að eftir langt og farsælt samstarf með Stekk um fjárfestinguna í Securitas hafi Edda samþykkt tilboð Stekks um kaup á 40 prósenta hlut sjóðsins í félaginu. „Það er með nokkrum trega sem við hverfum á braut enda Securitas gríðarlega flott félag með ýmis áhugaverð tækifæri til frekari vaxtar en yfir fjárfestingartímabilið hefur félagið tvöfaldað tekjur sínar og þrefaldað rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta. Fyrir hönd Eddu þá vil ég þakka Guðlaugu Kristinsdóttur og Stekk fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á þessum tímamótum.“ Edda slhf. er 5 milljarða framtakssjóður í rekstri Kviku eignastýringar sem stofnaður var 2013.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent