Herþristar á níræðisaldri til sýnis á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 14:47 Þessi ber heitið „Placid Lassie“ og var smíðuð árið 1943 í Douglas-verksmiðjunum í Kaliforníu. Vilhelm Gunnarsson Gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þær standa á flughlaðinu norðan við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið opið almenningi milli klukkan 18 og 20. Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00