Eigendur Inter í fjárhagskröggum og við það að missa félagið frá sér Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2024 10:01 Steven Zhang, stjórnarformaður Inter, heldur á Scudetto-inum sem vannst árið 2021. Hann lét ekki sjá sig í titilfögnuði liðsins um núliðna helgi. Claudio Villa - Inter/Inter via Getty Images Eigendur Inter Milan virðast ófærir um að endurgreiða neyðarlán sem félagið tók árið 2021. Þeir hafa til klukkan 15 í dag til að endurgreiða 375 milljónir evra, annars fer félagið í hendur bandaríska fjárfestingasjóðsins Oaktree Capital. Suning Holdings, kínversk fyrirtækjasamsteypa, á 68,5 prósent eignarhlut í Inter. Samsteypan hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum síðan heimsfaraldur skall á árið 2020. Árið 2021 fékkst þriggja ára neyðarlán upp á 275 milljónir evra frá bandaríska fjárfestingasjóðnum Oaktree Capital. Að meðtöldum vöxtum stendur Suning frammi fyrir 375 milljón evra skuld. Suning Holdings lagði eignarhlut sinn í Inter Milan að veði. Síðdegis í dag, klukkan 15 á íslenskum tíma, gjaldfellur lánið og Oaktree Capital er frjálst að hefja yfirtöku á félaginu. Það er að því gefnu að Suning takist ekki að tryggja fjármagn fyrir þann tíma, sem þykir að svo komnu mjög ólíklegt. Steven Zhang, stjórnarformaður Inter, hefur reynt eins og hann getur að komast hjá því að missa félagið frá sér. Bæði reyndi hann að selja félagið, án árangus, og hafði einnig lengi verið í viðræðum við Pimco, fjárfestingasjóð í eigu Allianz, um yfirtöku á láninu en þær viðræður virðast nú hafa staðnað og engar frekari fréttir borist. Á sunnudag átti Steven Zhang að að flytja ávarp í titilfögnuði Inter í Sforzeco kastalanum í Mílano en hætti við á síðustu stundu og hefur ekki sést opinberlega síðan. Ítalski boltinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Suning Holdings, kínversk fyrirtækjasamsteypa, á 68,5 prósent eignarhlut í Inter. Samsteypan hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum síðan heimsfaraldur skall á árið 2020. Árið 2021 fékkst þriggja ára neyðarlán upp á 275 milljónir evra frá bandaríska fjárfestingasjóðnum Oaktree Capital. Að meðtöldum vöxtum stendur Suning frammi fyrir 375 milljón evra skuld. Suning Holdings lagði eignarhlut sinn í Inter Milan að veði. Síðdegis í dag, klukkan 15 á íslenskum tíma, gjaldfellur lánið og Oaktree Capital er frjálst að hefja yfirtöku á félaginu. Það er að því gefnu að Suning takist ekki að tryggja fjármagn fyrir þann tíma, sem þykir að svo komnu mjög ólíklegt. Steven Zhang, stjórnarformaður Inter, hefur reynt eins og hann getur að komast hjá því að missa félagið frá sér. Bæði reyndi hann að selja félagið, án árangus, og hafði einnig lengi verið í viðræðum við Pimco, fjárfestingasjóð í eigu Allianz, um yfirtöku á láninu en þær viðræður virðast nú hafa staðnað og engar frekari fréttir borist. Á sunnudag átti Steven Zhang að að flytja ávarp í titilfögnuði Inter í Sforzeco kastalanum í Mílano en hætti við á síðustu stundu og hefur ekki sést opinberlega síðan.
Ítalski boltinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira