Þolinmæði saminganefnda á þrotum Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 20. maí 2024 20:39 Saminganefndir VM og RSÍ eru að verða úrkula vonar um að samningar náist. Vísir/Rúnar Félagsmenn VM og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa nú verið samningslausir í fjóra mánuði og segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, að þolinmæðin sé á þrotum. Komi til aðgerða af þeirra hálfu gæti það haft rafmagnsskort í för með sér. Guðmundur og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í orkugeiranum þegar kemur að kjaraviðræðum. Þar segja þeir viðsemjendur sína ekki hafa sýnt fram á samningsvilja. „Staðan er sú að félagsfólk þessara félaga innan orkugeirans hefur verið samningslaust í bráðum fjóra mánuði án þess að fram hafi farið raunverulegt samtal um kjör þess, öryggi eða starfsumhverfi,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Þar skrifa þeir jafnframt að samninganefndir félaganna tveggja séu að verða úrkula vonar um að skrifað verði undir nýjan samning. Næstu skref verði tekin með þá stöðu að leiðarljósi. „Framganga SA við samningaborðið hefur ekki verið til þess fallin að þoka viðræðunum í rétta átt,“ skrifa þeir. Fundir sem gætu verið tölvupóstar Guðmundur segir lítið hafa hreyfst í viðræðunum síðustu vikurnar og segir samningsvilja viðsemjenda sinna vera lítinn. Viðræður séu ekki að stranda á launaliðnum heldur frekar atriðum eins og bakvöktum og útköllum. Aðspurður segir hann ekkert ákveðið um næstu skref en að eitthvað þurfi að fara að breytast ætli Samtök atvinnulífsins að ná samningum. „Við erum búin að eiga hérna nokkra fundi sem hefðu getað verið tölvupóstur. Það er ekki forsvaranlegt að kalla menn, utan af landi jafnvel, á fundi sem gerist ekki neitt á,“ segir Guðmundur. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort að þetta séu fyrirtækin eða hvort að SA er að halda utan um þetta þannig að þau vilji draga þetta einhverra hluta vegna en þá eiga menn bara að segja okkur það,“ bætir hann við. Aðgerðir hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér Komi til aðgerða gætu afleiðingar þeirra orðið skortur á rafmagni. Guðmundur segist þó vona að ekki þurfa að grípa til slíkra ráða. „Víðtækust áhrifa eru náttúrlega það að það verður skortur á rafmagni. Það er hægt að bregðast við með því að skera niður hjá stóriðju til að láta önnur fyrirtæki hafa en það er þeirra vandamál. Við eigum bara eftir að taka þetta samtal og ég vona svo sannarlega að fyrirtækin setjist við borðið og við klárum þetta fljótt og vel,“ segir hann. Er einhver fundur boðaður? „Nei, enginn ákveðinn fundur eins og er en ég vonast til að við fáum að heyra í sáttasemjara fljótlega á morgun eða á hinn.“ Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Guðmundur og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í orkugeiranum þegar kemur að kjaraviðræðum. Þar segja þeir viðsemjendur sína ekki hafa sýnt fram á samningsvilja. „Staðan er sú að félagsfólk þessara félaga innan orkugeirans hefur verið samningslaust í bráðum fjóra mánuði án þess að fram hafi farið raunverulegt samtal um kjör þess, öryggi eða starfsumhverfi,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Þar skrifa þeir jafnframt að samninganefndir félaganna tveggja séu að verða úrkula vonar um að skrifað verði undir nýjan samning. Næstu skref verði tekin með þá stöðu að leiðarljósi. „Framganga SA við samningaborðið hefur ekki verið til þess fallin að þoka viðræðunum í rétta átt,“ skrifa þeir. Fundir sem gætu verið tölvupóstar Guðmundur segir lítið hafa hreyfst í viðræðunum síðustu vikurnar og segir samningsvilja viðsemjenda sinna vera lítinn. Viðræður séu ekki að stranda á launaliðnum heldur frekar atriðum eins og bakvöktum og útköllum. Aðspurður segir hann ekkert ákveðið um næstu skref en að eitthvað þurfi að fara að breytast ætli Samtök atvinnulífsins að ná samningum. „Við erum búin að eiga hérna nokkra fundi sem hefðu getað verið tölvupóstur. Það er ekki forsvaranlegt að kalla menn, utan af landi jafnvel, á fundi sem gerist ekki neitt á,“ segir Guðmundur. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort að þetta séu fyrirtækin eða hvort að SA er að halda utan um þetta þannig að þau vilji draga þetta einhverra hluta vegna en þá eiga menn bara að segja okkur það,“ bætir hann við. Aðgerðir hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér Komi til aðgerða gætu afleiðingar þeirra orðið skortur á rafmagni. Guðmundur segist þó vona að ekki þurfa að grípa til slíkra ráða. „Víðtækust áhrifa eru náttúrlega það að það verður skortur á rafmagni. Það er hægt að bregðast við með því að skera niður hjá stóriðju til að láta önnur fyrirtæki hafa en það er þeirra vandamál. Við eigum bara eftir að taka þetta samtal og ég vona svo sannarlega að fyrirtækin setjist við borðið og við klárum þetta fljótt og vel,“ segir hann. Er einhver fundur boðaður? „Nei, enginn ákveðinn fundur eins og er en ég vonast til að við fáum að heyra í sáttasemjara fljótlega á morgun eða á hinn.“
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira