Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson verður með á elleftu heimsleikunum i röð. @CrossFitGames Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna. Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024 CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira