„Fólk er bara að bíða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 14:16 Hjálmar Hallgrímsson er bæjarfulltrúi í Grindavíkurbæ. Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Landris og smáskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en örlítið fleiri skjálftar mældust í gær en síðustu daga. Veðurstofan bíður enn átekta en erfitt er að segja til um hvenær næsta kvikuhlaup hefst. Eldvörp mögulega næst Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur að margt bendi til þess að næsta kvikuhlaup eigi sér stað við Eldvörp en ekki í Sundhnúksgígaröðinni þar sem síðustu gos hafa verið. „Það er bara eðlilegt að það fari út í Eldvörp. Það er í miðjunni á flekamótunum en að vísu þarf að brjóta svolítið meira til þess að komast upp. Eins og þetta leit út í morgun, þessar GPS-mælingar, þá er eitthvað að slakna á innstreyminu. Kúrvurnar eru að fletjast út. Þannig það getur liðið töluverður tími þar til við fáum næsta eldgos,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/Einar Eldgos í Eldvörpum yrði með svipuðu sniði og gosin við Sundhnúk. „Við vitum að svæðið er virkt og við vitum að það er von á gosi en það kemur ekkert óvænt. Við fáum alltaf einhvern klukkutíma, þrjá fjóra, til að bregðast við áður en það kemur upp,“ segir Ármann. Bíða átekta Hjálmar Hallgrímsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem býr í Grindavík þessa dagana en gist er í á þriðja tug húsa. Hann segir stöðuna sérstaka en hann sefur þó vært á næturnar. „Fólk er svo sem bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona að þetta verði fyrir utan Grindavík og utan varnargarðanna. En þetta er bara bið,“ segir Hjálmar. „Ég veit að það hafa verið þessir smáskjálftar þarna en við höfum ekki fundið neina skjálfta í Grindavík. Þessir skjálftar finnast ekkert í Grindavík. Þannig það er ekki skrítið að það sé rólegt að sofa hér og gott.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira