Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2024 09:42 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal er klínískur næringarfræðingur og starfar hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi. Vísir/Einar Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06