Segir alvarlegt hvernig Katrín tjáði sig um Persónuvernd Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 19:47 Helga Þórisdóttir hafði gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar frá árinu 2015 þegar hún fór í leyfi vegna forsetaframboðsins. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar. Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað. Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað.
Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira