Uppgjör, viðtöl og myndir: FH-KR 1-2 | KR-ingar á sigurbraut eftir hark í Hafnafirði Kári Mímisson skrifar 20. maí 2024 18:55 KR-ingar fagna öðru marki sínu í dag. Vísir/Anton Brink FH tók á móti KR í Kaplakrika í 7. umferð Bestu deildar karla. Eftir afar kaflaskiptar 90 mínútur fór svo að lokum að KR vann 2-1 sigur. Leikurinn fór hægt af stað hér í Kaplakrika þar sem hvorugu liðanna tókst að skapa sér nein alvöru marktækifæri framan af leik. Fyrsta skotið sem rataði á markið kom eftir rúmlega hálftíma leik og það átti Aron Sigurðarson fyrir KR en Sindri Kristinn varði vel í marki FH. Það dró hins vegar til tíðinda stuttu síðar þegar KR-ingar fengu vítaspyrnu. Rúrik Gunnarsson sendi þá háan bolta inn á vítateig FH sem Sindri Kristinn Ólafsson reyndi að kýla í burtu en honum tókst ekki að hitta boltann og fór þess í stað beint í Finn Tómas. Aron Sigurðarson fór á punktinn og skoraði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir KR. Aðeins nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði KR forystu sína þegar Theodór Elmar skoraði eftir góða sókn KR. Alex Þór Hauksson vann þó boltann fyrir KR á góðum stað og brunaði í sókn. Boltinn barst til Benonýs Breka sem átti algjöra lykilsendingu á Luke Rae sem hafði allskonar möguleika þar sem vítateigur FH var fullur af gulum KR treyjum. Luke valdi að gefa boltann út á Theodór Elmar sem skoraði. Listavel gert hjá KR-ingum sem fóru með 2-0 forystu inn í hálfleik. Theódór Elmar Bjarnason skoraði annað mark KR.Vísir/Anton Brink Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Benoný Breki fékk úrvalsfæri strax í upphafi hálfleiksins til að gera út um leikinn fyrir KR en honum brást þar bogalistin. Í stað þess að nánast klára leikinn fyrir KR þá hresstust FH-ingar talsvert og þar munaði mikið um að Vuk Oskar Dimitrijevic sem kom inn á hálfleik og gerði varnarmönnum KR lífið leitt. FH-ingar sóttu nánast linnulaust og uppskáru mark þegar Logi Hrafn Róbertsson tókst að koma boltanum í netið en markið var dæmt af sem mörgum þótti undarlegt í stúkunni. Það sést þó greinilega í endursýningu að Grétar Snær brýtur á Guy Smith í aðdraganda marksins og því hárrétt ákvörðun já Helga Mikael að dæma það af. Helgi Mikael dómari.Vísir/Anton Brink En FH tókst að minnka muninn stuttu síðar og það gerði Úlfur Ágúst Björnsson eftir frábæran undirbúning frá Kjartani Kára Halldórssyni. Úr þröngri stöðu við hornfánann vann Kjartan boltann af Alex Þór Haukssyni og átt góða fyrirgjöf á Úlf sem skallaði boltann í bláhornið. FH-ingar sóttu áfram nær stanslaust en KR-ingar sem hafa verið afar klaufskir það sem af er tímabili tókst að standast áhlaup FH og sigla sigrinum heim. Lokatölur hér úr Hafnarfirði því 1-2 fyrir KR í æsispennandi leik. Atvik leiksins Vítið og markið sem dæmt er af FH gera auðvitað tilkall til þess að vera valið atvik leiksins en ég vil meina að breytingarnar sem Heimir gerir í hálfleik verði að fá aðeins meira hrós. Það voru skiptar skoðanir á vítaspyrnunni sem Sindri Kristinn fékk dæmda á sig.Vísir/Anton Brink Heimir færði Björn Daníel aðeins neðar á völlinn þar sem hann gat stýrt leiknum miklu betur og leiðinni tókst liðinu að færa boltann á milli kantanna þar sem Kjartan Kári og Vuk Oskar gerðu varnarmönnum KR lífið leitt. Það er eiginlega ótrúlegt að FH hafi ekki tekist að jafna en liðið hefur fengið yfir 10 hornspyrnur í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Það voru gömlu liðsfélagarnir af Seltjarnarnesi sem voru bestu menn liðana í dag. Luke Rae fyrir KR og svo Kjartan Kári Halldórsson hjá FH. Þessir strákar voru stórkostlegir saman hjá Gróttu fyrir tveimur árum. Kjartan Kári var mjög hættulegur fyrir FH allan leikinn og átti stóran þátt í marki FH. Luke Rae og Björn Daníel.Vísir/Anton Brink Luke Rae var hættulegur hjá KR og lagði upp markið sem Theodór Elmar skoraði. Skúrkarnir í dag fá svo bara bæði lið í heild sinni. FH fyrir fyrri hálfleikinn og KR fyrir seinni hálfleikinn. Sanngjörn niðurstaða hér í dag hefði sennilega verið jafntefli en KR-ingar fara héðan fegnir að hafa náð að klára þetta því tæpt var það. Stemingin og umgjörð Það voru tæplega 1500 manns sem gerðu leið sína í Kaplakrika nú í dag til að sjá þessi lið mætast en leikir þeirra hafa oft verið mjög skrautlegir í gegnum tíðina þó svo að undanfarin ár hafi þau ekki verið nálægt neinni titilbaráttu eins og hér fyrir 10-12 árum. Alltaf gaman að mæta í Krikann sérstaklega þegar völlurinn er orðinn grænn og fínn eins og hann var í dag en hann á þó sennilega eftir að verða betri á næstu vikum. Þetta var allavegana mun betra heldur en í fyrra þegar liðin mættust á gulum Miðvelli. Reyndum nánast allt hvað við gátum til að henda leiknum algjörlega frá okkur í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum vonsvikinn með tapið gegn KR þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum.Vísir/Anton Brink „Það eru alltaf vonbrigði að tapa og sérstaklega á heimavelli. Við vorum langt frá því að vera nógu góðir í fyrri hálfleik. KR-ingarnir voru á undan í alla bolta, voru miklu klárari en við og voru sanngjarnt yfir í hálfleik.“ Það var hins vegar allt annað FH lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Spurður út í það af hverju það hefði verið svona mikill munur á liðinu segir Heimir að liðið hafi verið heppið að vera ekki í verri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en segist hafa verið sáttur með hvernig liðið hafi spilað í seinni hálfleiknum. „Það gerðist náttúrulega ekki neitt hjá okkur í fyrri hálfleik, það er heiðarlega svarið og við reyndum nánast allt hvað við gátum til að henda leiknum algjörlega frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa boltann á þá og hleypa þeim í skyndisóknir. Þannig að við hefðum getað klára hálfleikinn þannig að við ættum enga möguleika í seinni hálfleiknum. Við sýndum þó í seinni hálfleik karakter og komum til baka. Við náðum að spila miklu betur þegar Bjössi fór aðeins aftar á miðjuna og náðum að færa boltann á milli vængja sem var það sem okkur vantaði í fyrri hálfleik, við náðum aldrei að færa boltann heldur vorum við alltaf að spila í sama svæðinu. Vuk kom svo sterkur inn á en við getum ekki í öllum leikjum gefið frá okkur mörk og haldið að við getum komið til baka. Það er bara erfitt að vinna fótboltaleiki ef þú ætlar að fá á þig tvö mörk.“ En hefur Heimir áhyggjur af því hvernig FH liðið byrjaði leikinn? „Við erum búnir að spila sjö leiki, átta leiki með bikarnum og við höfum byrjað tvo hálfleika vel. Það segir sig sjálft að það er aldrei að fara að duga okkur í sumar. Við höfum farið yfir þetta en ekki náð að laga þetta en á móti kemur og ég held að allir hafi náð að sjá það að þetta var aldrei víti sem að við fengum á okkur svo held ég að það hafi verið dæmt af okkur löglegt mark líka í seinni hálfleik. Þó að við höfum ekki verið góðir þá er svona eitt og annað sem féll ekki með okkur.“ Besta deild karla FH KR
FH tók á móti KR í Kaplakrika í 7. umferð Bestu deildar karla. Eftir afar kaflaskiptar 90 mínútur fór svo að lokum að KR vann 2-1 sigur. Leikurinn fór hægt af stað hér í Kaplakrika þar sem hvorugu liðanna tókst að skapa sér nein alvöru marktækifæri framan af leik. Fyrsta skotið sem rataði á markið kom eftir rúmlega hálftíma leik og það átti Aron Sigurðarson fyrir KR en Sindri Kristinn varði vel í marki FH. Það dró hins vegar til tíðinda stuttu síðar þegar KR-ingar fengu vítaspyrnu. Rúrik Gunnarsson sendi þá háan bolta inn á vítateig FH sem Sindri Kristinn Ólafsson reyndi að kýla í burtu en honum tókst ekki að hitta boltann og fór þess í stað beint í Finn Tómas. Aron Sigurðarson fór á punktinn og skoraði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir KR. Aðeins nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði KR forystu sína þegar Theodór Elmar skoraði eftir góða sókn KR. Alex Þór Hauksson vann þó boltann fyrir KR á góðum stað og brunaði í sókn. Boltinn barst til Benonýs Breka sem átti algjöra lykilsendingu á Luke Rae sem hafði allskonar möguleika þar sem vítateigur FH var fullur af gulum KR treyjum. Luke valdi að gefa boltann út á Theodór Elmar sem skoraði. Listavel gert hjá KR-ingum sem fóru með 2-0 forystu inn í hálfleik. Theódór Elmar Bjarnason skoraði annað mark KR.Vísir/Anton Brink Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Benoný Breki fékk úrvalsfæri strax í upphafi hálfleiksins til að gera út um leikinn fyrir KR en honum brást þar bogalistin. Í stað þess að nánast klára leikinn fyrir KR þá hresstust FH-ingar talsvert og þar munaði mikið um að Vuk Oskar Dimitrijevic sem kom inn á hálfleik og gerði varnarmönnum KR lífið leitt. FH-ingar sóttu nánast linnulaust og uppskáru mark þegar Logi Hrafn Róbertsson tókst að koma boltanum í netið en markið var dæmt af sem mörgum þótti undarlegt í stúkunni. Það sést þó greinilega í endursýningu að Grétar Snær brýtur á Guy Smith í aðdraganda marksins og því hárrétt ákvörðun já Helga Mikael að dæma það af. Helgi Mikael dómari.Vísir/Anton Brink En FH tókst að minnka muninn stuttu síðar og það gerði Úlfur Ágúst Björnsson eftir frábæran undirbúning frá Kjartani Kára Halldórssyni. Úr þröngri stöðu við hornfánann vann Kjartan boltann af Alex Þór Haukssyni og átt góða fyrirgjöf á Úlf sem skallaði boltann í bláhornið. FH-ingar sóttu áfram nær stanslaust en KR-ingar sem hafa verið afar klaufskir það sem af er tímabili tókst að standast áhlaup FH og sigla sigrinum heim. Lokatölur hér úr Hafnarfirði því 1-2 fyrir KR í æsispennandi leik. Atvik leiksins Vítið og markið sem dæmt er af FH gera auðvitað tilkall til þess að vera valið atvik leiksins en ég vil meina að breytingarnar sem Heimir gerir í hálfleik verði að fá aðeins meira hrós. Það voru skiptar skoðanir á vítaspyrnunni sem Sindri Kristinn fékk dæmda á sig.Vísir/Anton Brink Heimir færði Björn Daníel aðeins neðar á völlinn þar sem hann gat stýrt leiknum miklu betur og leiðinni tókst liðinu að færa boltann á milli kantanna þar sem Kjartan Kári og Vuk Oskar gerðu varnarmönnum KR lífið leitt. Það er eiginlega ótrúlegt að FH hafi ekki tekist að jafna en liðið hefur fengið yfir 10 hornspyrnur í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Það voru gömlu liðsfélagarnir af Seltjarnarnesi sem voru bestu menn liðana í dag. Luke Rae fyrir KR og svo Kjartan Kári Halldórsson hjá FH. Þessir strákar voru stórkostlegir saman hjá Gróttu fyrir tveimur árum. Kjartan Kári var mjög hættulegur fyrir FH allan leikinn og átti stóran þátt í marki FH. Luke Rae og Björn Daníel.Vísir/Anton Brink Luke Rae var hættulegur hjá KR og lagði upp markið sem Theodór Elmar skoraði. Skúrkarnir í dag fá svo bara bæði lið í heild sinni. FH fyrir fyrri hálfleikinn og KR fyrir seinni hálfleikinn. Sanngjörn niðurstaða hér í dag hefði sennilega verið jafntefli en KR-ingar fara héðan fegnir að hafa náð að klára þetta því tæpt var það. Stemingin og umgjörð Það voru tæplega 1500 manns sem gerðu leið sína í Kaplakrika nú í dag til að sjá þessi lið mætast en leikir þeirra hafa oft verið mjög skrautlegir í gegnum tíðina þó svo að undanfarin ár hafi þau ekki verið nálægt neinni titilbaráttu eins og hér fyrir 10-12 árum. Alltaf gaman að mæta í Krikann sérstaklega þegar völlurinn er orðinn grænn og fínn eins og hann var í dag en hann á þó sennilega eftir að verða betri á næstu vikum. Þetta var allavegana mun betra heldur en í fyrra þegar liðin mættust á gulum Miðvelli. Reyndum nánast allt hvað við gátum til að henda leiknum algjörlega frá okkur í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum vonsvikinn með tapið gegn KR þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum.Vísir/Anton Brink „Það eru alltaf vonbrigði að tapa og sérstaklega á heimavelli. Við vorum langt frá því að vera nógu góðir í fyrri hálfleik. KR-ingarnir voru á undan í alla bolta, voru miklu klárari en við og voru sanngjarnt yfir í hálfleik.“ Það var hins vegar allt annað FH lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Spurður út í það af hverju það hefði verið svona mikill munur á liðinu segir Heimir að liðið hafi verið heppið að vera ekki í verri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en segist hafa verið sáttur með hvernig liðið hafi spilað í seinni hálfleiknum. „Það gerðist náttúrulega ekki neitt hjá okkur í fyrri hálfleik, það er heiðarlega svarið og við reyndum nánast allt hvað við gátum til að henda leiknum algjörlega frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa boltann á þá og hleypa þeim í skyndisóknir. Þannig að við hefðum getað klára hálfleikinn þannig að við ættum enga möguleika í seinni hálfleiknum. Við sýndum þó í seinni hálfleik karakter og komum til baka. Við náðum að spila miklu betur þegar Bjössi fór aðeins aftar á miðjuna og náðum að færa boltann á milli vængja sem var það sem okkur vantaði í fyrri hálfleik, við náðum aldrei að færa boltann heldur vorum við alltaf að spila í sama svæðinu. Vuk kom svo sterkur inn á en við getum ekki í öllum leikjum gefið frá okkur mörk og haldið að við getum komið til baka. Það er bara erfitt að vinna fótboltaleiki ef þú ætlar að fá á þig tvö mörk.“ En hefur Heimir áhyggjur af því hvernig FH liðið byrjaði leikinn? „Við erum búnir að spila sjö leiki, átta leiki með bikarnum og við höfum byrjað tvo hálfleika vel. Það segir sig sjálft að það er aldrei að fara að duga okkur í sumar. Við höfum farið yfir þetta en ekki náð að laga þetta en á móti kemur og ég held að allir hafi náð að sjá það að þetta var aldrei víti sem að við fengum á okkur svo held ég að það hafi verið dæmt af okkur löglegt mark líka í seinni hálfleik. Þó að við höfum ekki verið góðir þá er svona eitt og annað sem féll ekki með okkur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti