Skipið leggur úr höfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 15:23 Longdawn í höfn í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. Það var á þriðja tímanum í fyrrinótt að strandveiðibáturinn sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út en það reyndist mikið happ að skipstjóri annars strandveiðibáts á svæðinum kom manninum til bjargar. Í ljós kom að þeir höfðu þekkst í yfir fjóra áratugi. Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins til bjargar í nótt lýsti aðstæðum í viðtali við fréttastofu í gær. Þegar hann áttaði sig á því að það sem hann sá í sjónum var ekki gámur heldur bátur. Svo sting sem hann fékk í hjartað þegar hann sá að þetta var bátur vinar hans. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir verið að leggja fram kröfu um farbann yfir skipstjóra og stýrimanni fraktskipsins sem siglir undir fána Antígva og Barbúda. Koma verður í ljós hvort Héraðsdómur Reykjaness fellst á kröfuna. Þær upplýsingar fengust frá hafnsögumanni í Vestmannaeyjum að Longdawn hefði lagt úr höfn um klukkan hálf þrjú í dag á leið til Rotterdam. Útgerðin hefði útvegað annan skipstjóra sem stendur í brúnni á leiðinni til Hollands. Úlfar segir málsatvik til skoðunar en vill ekki gefa upp hvort fyrir liggi hver hafi verið í rétti þegar slysið varð. Rannsókn málsins sé tvíþætt. „Þetta er annars vegar árekstur og það sem gerist í kjölfar á árekstri,“ segir Úlfar. Vísar hann til þess að fraktskipið hafi siglt sína leið eftir áreksturinn. Sjávarútvegur Samgönguslys Vestmannaeyjar Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Fara fram á farbann Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt verða leiddir fyrir dómara í hádeginu. Lögreglan á Suðurnesjum fer fram á að mennirnir verði úrskurðaðir í farbann, en ekki gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er tvíþætt, annarsvegar á tildrögum slyssins og þess sem gerðist eftir á. 17. maí 2024 11:33 Skipstjórinn og stýrimaðurinn fluttir til Reykjanesbæjar Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þeir sitja í fangaklefa í Reykjanesbæ. 17. maí 2024 09:38 Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska. 16. maí 2024 21:45 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í fyrrinótt að strandveiðibáturinn sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út en það reyndist mikið happ að skipstjóri annars strandveiðibáts á svæðinum kom manninum til bjargar. Í ljós kom að þeir höfðu þekkst í yfir fjóra áratugi. Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins til bjargar í nótt lýsti aðstæðum í viðtali við fréttastofu í gær. Þegar hann áttaði sig á því að það sem hann sá í sjónum var ekki gámur heldur bátur. Svo sting sem hann fékk í hjartað þegar hann sá að þetta var bátur vinar hans. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir verið að leggja fram kröfu um farbann yfir skipstjóra og stýrimanni fraktskipsins sem siglir undir fána Antígva og Barbúda. Koma verður í ljós hvort Héraðsdómur Reykjaness fellst á kröfuna. Þær upplýsingar fengust frá hafnsögumanni í Vestmannaeyjum að Longdawn hefði lagt úr höfn um klukkan hálf þrjú í dag á leið til Rotterdam. Útgerðin hefði útvegað annan skipstjóra sem stendur í brúnni á leiðinni til Hollands. Úlfar segir málsatvik til skoðunar en vill ekki gefa upp hvort fyrir liggi hver hafi verið í rétti þegar slysið varð. Rannsókn málsins sé tvíþætt. „Þetta er annars vegar árekstur og það sem gerist í kjölfar á árekstri,“ segir Úlfar. Vísar hann til þess að fraktskipið hafi siglt sína leið eftir áreksturinn.
Sjávarútvegur Samgönguslys Vestmannaeyjar Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Fara fram á farbann Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt verða leiddir fyrir dómara í hádeginu. Lögreglan á Suðurnesjum fer fram á að mennirnir verði úrskurðaðir í farbann, en ekki gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er tvíþætt, annarsvegar á tildrögum slyssins og þess sem gerðist eftir á. 17. maí 2024 11:33 Skipstjórinn og stýrimaðurinn fluttir til Reykjanesbæjar Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þeir sitja í fangaklefa í Reykjanesbæ. 17. maí 2024 09:38 Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska. 16. maí 2024 21:45 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fara fram á farbann Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt verða leiddir fyrir dómara í hádeginu. Lögreglan á Suðurnesjum fer fram á að mennirnir verði úrskurðaðir í farbann, en ekki gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er tvíþætt, annarsvegar á tildrögum slyssins og þess sem gerðist eftir á. 17. maí 2024 11:33
Skipstjórinn og stýrimaðurinn fluttir til Reykjanesbæjar Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þeir sitja í fangaklefa í Reykjanesbæ. 17. maí 2024 09:38
Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska. 16. maí 2024 21:45