Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að á fundinum verði tillögur til stuðnings fyrirtækjum í Grindavík kynntar. Auk ráðherranna verður Gylfi Þór Þorsteinsson sem stýrir samhæfingu vegna Grindavíkur með tölu.
Fundurinn fer fram í Björtuloftum í Hörpu klukkan 14.30 í dag og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Uppfært klukkan 14:42
Fundurinn frestast um einhverjar mínútur vegna umræðu á Alþingi um ný útlendingalög.