Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarin ár. @SARASIGMUNDS Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin. Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sjá meira
Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sjá meira