„Ég táraðist smá“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:18 Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var í skýjunum eftir leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum. „Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira