Segir skásta staðinn í bænum í kirkjugarðinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:00 Grímur Atlason, Kristján Freyr Halldórsson, Guðmundur Birgir Halldórsson og, Dr. Gunni. Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi. Lagið er þriðja lag plötu hljómsveitarinnar Dr. Gunni, Er ekki bara búið að vera gaman?, sem kemur út í haust. Flytjendur lagsins eru Dr. Gunni og Salóme Katrín. „Lagið er gleðilegt sumarrokk og fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi. Ung stúlka flýr súldina í bænum, hraðar sér norður þar sem starfsmaður í bakaríi segir henni að skársti staðurinn í bænum sé kirkjugarðurinn. Seinna æsast leikar þegar keyrt er á bakaríið í skjóli nætur,“ segir í tilkynningu um lagið. Tónlistarmynbandið við lagið var í höndum litakonunnar og fyrrum Youtube stjörnunnar, Diddu Flygenring. Lýsa þau því þannig að það fangi vel hressandi anda plötunnar. Heyra má lagið í spilarnum hér að neðan: Klippa: Dr. Gunni- Í bríaríi Dr. Gunna þarf vart að kynna fyrir mörgum en hann hefur víða komið við á löngum tónlistar- og fjölmiðlaferli. Hann hefur stýrt þáttum á borð við Popppunkt á RÚV og vinsælum útvarpsþáttum. Þá hefur hann leikið með hljómsveitum á borð við Bless og Unun, að ógleymdri goðsagnakenndri barnaplötu hans Abbababb! Tónlist Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Lagið er þriðja lag plötu hljómsveitarinnar Dr. Gunni, Er ekki bara búið að vera gaman?, sem kemur út í haust. Flytjendur lagsins eru Dr. Gunni og Salóme Katrín. „Lagið er gleðilegt sumarrokk og fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi. Ung stúlka flýr súldina í bænum, hraðar sér norður þar sem starfsmaður í bakaríi segir henni að skársti staðurinn í bænum sé kirkjugarðurinn. Seinna æsast leikar þegar keyrt er á bakaríið í skjóli nætur,“ segir í tilkynningu um lagið. Tónlistarmynbandið við lagið var í höndum litakonunnar og fyrrum Youtube stjörnunnar, Diddu Flygenring. Lýsa þau því þannig að það fangi vel hressandi anda plötunnar. Heyra má lagið í spilarnum hér að neðan: Klippa: Dr. Gunni- Í bríaríi Dr. Gunna þarf vart að kynna fyrir mörgum en hann hefur víða komið við á löngum tónlistar- og fjölmiðlaferli. Hann hefur stýrt þáttum á borð við Popppunkt á RÚV og vinsælum útvarpsþáttum. Þá hefur hann leikið með hljómsveitum á borð við Bless og Unun, að ógleymdri goðsagnakenndri barnaplötu hans Abbababb!
Tónlist Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira