Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda Hjörtur Hjartarson skrifar 16. maí 2024 13:30 Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun